Alfreð Gíslason

Alfreð Gíslason

Þingseta

Landskjörinn alþingismaður (Reyknesinga) 1959–1963 (Sjálfstæðisflokkur).

Minningarorð

Æviágrip

Fæddur í Reykjavík 7. júlí 1905, dáinn 30. maí 1976. Foreldrar: Gísli Þorbjarnarson (fæddur 19. febrúar 1868, dáinn 13. október 1955) búfræðingur, fasteignasali og kona hans Jóhanna Sigríður Þorsteinsdóttir (fædd 19. júlí 1863, dáin 18. maí 1923) húsmóðir, systir Hannesar Þorsteinssonar alþingismanns. Maki (12. september 1931): Vigdís Jakobsdóttir (fædd 14. desember 1906). Foreldrar: Jakob Sigurðsson og kona hans Anna Magnúsdóttir. Börn: Gísli Jakob (1933), Anna Jóhanna, kjörbarn (1948).

Stúdentspróf MR 1927. Lögfræðipróf HÍ 1932.

Starfaði á lögmannsskrifstofum í Reykjavík og var fulltrúi við lögtök í Vestmannaeyjum fram á árið 1934, hóf þá rekstur eigin skrifstofu. Lögreglustjóri í Keflavík 1938–1949, bæjarfógeti þar 1949–1961 og aftur 1962–1975, jafnframt sýslumaður í Gullbringusýslu og bæjarfógeti í Grindavík 1974–1975. Bæjarstjóri í Keflavík 1961–1962.

Oddviti Keflavíkurhrepps 1938–1946. Forseti bæjarstjórnar Keflavíkur 1954–1961 og 1962–1970. Í stjórn landshafnar í Keflavík og Njarðvík frá 1947 og í flugráði 1964–1975. Umdæmisstjóri Rotary International á Íslandi 1953–1954.

Landskjörinn alþingismaður (Reyknesinga) 1959–1963 (Sjálfstæðisflokkur).

Æviágripi síðast breytt 16. janúar 2015.

Áskriftir