Anna Ólafsdóttir Björnsson

Anna Ólafsdóttir Björnsson

Þingseta

Alþingismaður Reyknesinga 1989–1995 (Samtök um kvennalista).

Varaþingmaður Reyknesinga mars 1988 (Samtök um kvennalista).

Formaður þingflokks Samtaka um kvennalista 1991–1992.

Raddsýnishorn

Æviágrip

Fædd í Reykjavík 4. júní 1952. Foreldrar: Ólafur Sveinsson Björnsson (fæddur 3. nóvember 1919, dáinn 4. nóvember 1968) lögfræðingur, sonur Sveins Björnssonar forseta Íslands og alþingismanns, og kona hans Þórunn Árnadóttir (fædd 19. júní 1929) mynd- og handmenntakennari. (Ættarskrá VII.) Maki (24. maí 1980): Ari Sigurðsson (fæddur 5. ágúst 1954) verkstjóri. Foreldrar: Sigurður Sigurðsson og kona hans Sæunn Andrésdóttir. Börn: Jóhanna (1977), Ólafur (1979).

Stúdentspróf MR 1972. BA-próf í sagnfræði og almennri bókmenntasögu HÍ 1978. Cand. mag. í sagnfræði HÍ 1985. Nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1972–1974. Nám við Myndlistaskólann í Reykjavík 1980–1988. MSc. í tölvunarfræði HÍ 2008.

Kennari við Garðaskóla í Garðabæ 1976–1977. Útvarpsstörf síðan 1978. Blaðamaður á Vikunni 1980–1985. Lausráðinn blaðamaður 1985–1989. Fékkst við sagnfræðirannsóknir og -skrif, blaðamennsku og þáttagerð í útvarpi 1995–2001. Starfaði við hugbúnaðargerð 2001–2018.

Í hreppsnefnd Bessastaðahrepps 1986–1989. Sat á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 1991 og á þingi Alþjóðaþingmannasambandsins 1992 og 1993. Í þingmannanefnd EFTA/EES 1994–1995. Formaður Vímulausrar æsku 1998–2006. Formaður Samstöðu um óháð Ísland 1999–2000.

Alþingismaður Reyknesinga 1989–1995 (Samtök um kvennalista).

Varaþingmaður Reyknesinga mars 1988 (Samtök um kvennalista).

Formaður þingflokks Samtaka um kvennalista 1991–1992.

Hefur skrifað allmargar bækur og bókakafla, aðallega um sagnfræðileg málefni, meðal annarra Álftaness sögu sem út kom 1996 og Tölvuvæðing í hálfa öld sem út kom 2018. Hefur birt fjölmargar greinar um samfélagsmál hérlendis og erlendis.

Ritstjóri: Heilsuvernd (1988).

Æviágripi síðast breytt 9. október 2019.

Áskriftir