Ari Brynjólfsson

Ari Brynjólfsson

Þingseta

Alþingismaður Suður-Múlasýslu 1902 (Heimastjórnarflokkurinn).

  Þingstörf

  Æviágrip

  Fæddur í Ormsstaðahjáleigu í Norðfirði 3. febrúar 1849, dáinn 9. júlí 1925. Foreldrar: Brynjólfur Brynjólfsson (fæddur 27. júlí 1819, dáinn 7. mars 1892) bóndi þar og kona hans Anna Aradóttir (fædd 18. apríl 1822, dáin 8. júlí 1856) húsmóðir. Maki (16. júlí 1882): Ingibjörg Högnadóttir (fædd 31. desember 1854, dáin 20. maí 1927) húsmóðir, föðursystir Magnúsar Gíslasonar alþingismanns og skrifstofustjóra. Foreldrar: Högni Gunnlaugsson og kona hans Kristín Snorradóttir. Dætur: Rósa Kristín (1884), Anna Kristín (1891), Magnea Ragnheiður (1893).

  Bóndi á Ósi í Breiðdal 1880–1881, í Papey 1881–1882, í Eyjum í Breiðdal 1882–1883, að Kirkjubóli í Stöðvarfirði 1883–1887, á Heyklifi í Breiðdal 1887–1892 og á Þverhamri frá 1892 til æviloka.

  Oddviti Breiðdalshrepps um skeið.

  Alþingismaður Suður-Múlasýslu 1902 (Heimastjórnarflokkurinn).

  Æviágripi síðast breytt 20. janúar 2015.

  Áskriftir