Arnljótur Ólafsson

Arnljótur Ólafsson

Þingseta

Alþingismaður Borgfirðinga 1858–1869, alþingismaður Norður-Múlasýslu 1877–1880, alþingismaður Eyfirðinga 1880–1885, konungkjörinn alþingismaður 1886–1893. Kosinn alþingismaður Norður-Þingeyinga 1900, en kom ekki til þings 1901.

Varaforseti efri deildar 1891.

  Þingstörf

  Æviágrip

  Fæddur á Auðólfsstöðum í Langadal 21. nóvember 1823, dáinn 29. október 1904. Foreldrar: Ólafur Björnsson (fæddur um 1796, dáinn 21. nóvember 1836) bóndi þar og kona hans Margrét Snæbjarnardóttir (fædd 1788, dáin 5. maí 1871) húsmóðir. Maki (6. maí 1864): Þuríður Hólmfríður Þorsteinsdóttir (fædd 22. október 1839, dáin 8. september 1904), systir Halldóru konu Tryggva Gunnarssonar alþingismanns. Foreldrar: Þorsteinn Pálsson alþingismaður og 1. kona hans Valgerður Jónsdóttir. Börn: Brynjólfur Þorsteinn (1865), Snæbjörn (1867), Óvína (1868), Valgerður Magnea (1870), Jóhanna (1872), Margrét Rannveig (1873), Halldóra (1876), Kristjana Sigríður (1879). Dóttir Arnljóts og Ingibjargar Jónassen: Jóhanna Hendrika (1862).

  Stúdentspróf Lsk. 1851. Las hagfræði við Hafnarháskóla í nokkur ár og stundaði jafnframt ritstörf, lauk ekki námi. Guðfræðipróf Prestaskólanum 1863.

  Var einkakennari sonar Blixen-Finecke baróns og ferðaðist með þeim feðgum um Suðurlönd. Tók þátt í leiðangri 1860 til könnunar ritsímalögn til Íslands. Prestur á Bægisá 1863–1889, á Sauðanesi frá 1889 til æviloka.

  Oddviti Glæsibæjarhrepps lengi.

  Alþingismaður Borgfirðinga 1858–1869, alþingismaður Norður-Múlasýslu 1877–1880, alþingismaður Eyfirðinga 1880–1885, konungkjörinn alþingismaður 1886–1893. Kosinn alþingismaður Norður-Þingeyinga 1900, en kom ekki til þings 1901.

  Varaforseti efri deildar 1891.

  Samdi Auðfræði (1880) og fjölda greina sem birtust í blöðum og tímaritum.

  Ritstjóri: Skírnir (1853 og 1855–1860).

  Æviágripi síðast breytt 1. apríl 2016.

  Áskriftir