Axel Jónsson

Axel Jónsson

Þingseta

Alþingismaður Reyknesinga 1965–1967 og 1969–1971, landskjörinn alþingismaður (Reyknesinga) 1974–1978 (Sjálfstæðisflokkur).

Varaþingmaður Reyknesinga október 1963 til maí 1964, október–desember 1964, nóvember 1967, febrúar–apríl 1969, nóvember–desember 1971, apríl 1973 og nóvember–desember 1973.

Minningarorð
Raddsýnishorn

Æviágrip

Fæddur í Reykjavík 8. júní 1922, dáinn 31. ágúst 1985. Foreldrar: Jón Björnsson (fæddur 18. maí 1891, dáinn 29. nóvember 1921) klæðskeri þar og Lára Sigmunda Þórhannesdóttir (fædd 29. október 1897, dáin 11. apríl 1978) síðar húsmóðir á Hvítanesi og í Blönduholti í Kjós. Maki (17. júlí 1943): Guðrún Gísladóttir (fædd 20. nóvember 1922, dáin 15. mars 2011) húsmóðir. Foreldrar: Gísli Guðmundur Guðmundsson og kona hans Guðríður Halldórsdóttir. Börn: Jóhanna (1943), Þórhannes (1945), Gísli Guðmundur (1947).

Gagnfræðaskólanám í Reykjavík 1937–1938.

Bifreiðarstjóri í Kjósarsýslu 1945–1952. Sundlaugavörður í Reykjavík 1953–1959, forstjóri Sundlauganna 1959–1962. Fulltrúi framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík 1962–1968. Fulltrúi hjá Almannavörnum ríkisins 1968–1971. Framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga í Reykjaneskjördæmi 1971–1978.

Átti heima að Felli í Kjós 1945–1953, síðan í Kópavogi. Formaður Umf. Drengs í Kjós 1946–1949. Formaður Ums. Kjalarnesþings 1950–1956. Í stjórn Landssambandsins gegn áfengisbölinu frá stofnun þess 1955. Í stjórn UMFÍ 1955–1957. Formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Kópavogi 1956–1960. Í stjórn ÍSÍ 1959–1964. Formaður Æskulýðssambands Íslands 1959–1960. Bæjarfulltrúi í Kópavogi og í bæjarráði 1962–1975 og 1978–1979, forseti bæjarstjórnar 1976–1977. Kosinn 1964 í áfengismálanefnd, 1974 í stjórn Atvinnuleysistryggingasjóðs. Sótti fund Þingmannasamtaka Norður-Atlantshafsríkjanna 1970. Sat á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 1977.

Alþingismaður Reyknesinga 1965–1967 og 1969–1971, landskjörinn alþingismaður (Reyknesinga) 1974–1978 (Sjálfstæðisflokkur).

Varaþingmaður Reyknesinga október 1963 til maí 1964, október–desember 1964, nóvember 1967, febrúar–apríl 1969, nóvember–desember 1971, apríl 1973 og nóvember–desember 1973.

Æviágripi síðast breytt 16. september 2019.

Áskriftir