Bergþór Ólason

Bergþór Ólason
  • Embætti: Formaður þingflokks
  • Kjördæmi: Norðvesturkjördæmi
  • Þingflokkur: Miðflokkurinn

Þingseta

Alþingismaður Norðvesturkjördæmis síðan 2017 (Miðflokkurinn).

Formaður þingflokks Miðflokksins síðan 2021.

Æviágrip

Fæddur á Akranesi 26. september 1975. Foreldrar: Óli Jón Gunnarsson (fæddur 7. júlí 1949) byggingatæknifræðingur, fyrrverandi bæjarstjóri og framkvæmdastjóri og Ósk Bergþórsdóttir (fædd 1. september 1948, dáin 11. janúar 2020) loftskeytamaður og húsmóðir. Dóttir Bergþórs og Jennifer Flume: Lotta Ósk (2016).

Stúdentspróf FVA 1996. BS-próf í viðskiptafræði frá HÍ 2011. Stundaði framhaldsnám í stjórnun við Manchester Business School 2011–2014.

Aðstoðarmaður samgönguráðherra 2003–2006. Ýmis ráðgjafarstörf 2006–2009 ásamt því að sitja í stjórnum fyrirtækja og stofnana á árunum 2003–2017. Starfsmaður Kaupþings 2007–2008. Framkvæmdastjóri Loftorku í Borgarnesi og þar á undan fjármálastjóri félagsins 2009–2016.

Stjórnarmaður í Sambandi ungra Sjálfstæðismanna 1999–2005. Í skólanefnd Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi 2003–2007. Ritstjóri Framtaks 2006–2010. Formaður stjórnar Byggðasafnsins í Görðum 2006–2010.

Alþingismaður Norðvesturkjördæmis síðan 2017 (Miðflokkurinn).

Formaður þingflokks Miðflokksins síðan 2021.

Umhverfis- og samgöngunefnd 2017–2021 (formaður 2017–2019 og 2019–2021). Allsherjar- og menntamálanefnd 2021–, framtíðarnefnd 2021–2022.

Íslandsdeild Evrópuráðsþingsins 2017–2021.

Æviágripi síðast breytt 29. apríl 2022.

Áskriftir