Berglind Ósk Guðmundsdóttir
Nefndasetur:
Þingstörf og hagsmunaskrá
Þingseta
Alþingismaður Norðausturkjördæmis síðan 2021 (Sjálfstæðisflokkur).
Æviágrip
Fædd í Reykjavík 7. júlí 1993. Foreldrar: Guðmundur Stefán Sigurbjörnsson (fæddur 26. desember 1954) húsasmíðameistari og Ásdís Loftsdóttir (fædd 7. febrúar 1958) hönnuður. Maki: Daníel Matthíasson (fæddur 14. nóvember 1994) verkefnastjóri. Foreldrar: Matthías Rögnvaldsson og Erla Jóhannesdóttir. Barn Berglindar Óskar og Einars Björns Thorlacius: Emilía Margrét (fædd 2016).
Stúdentspróf frá Menntaskólanum Hraðbraut 2011. BA-próf í lögfræði HA 2016, ML-próf í lögfræði HA 2018. Hdl. 2021.
Stundakennari og aðstoðarkennari við HA 2017–2019. Fulltrúi hjá Lögmönnum Norðurlandi 2018–2019. Lögfræðingur á skrifstofu rektors HA 2019–2021. Formaður stjórnar Fallorku 2020–2021.
Í stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna 2019–2021. Í stjórn Landssambands sjálfstæðiskvenna 2018–2021. Í stjórn Varðar, félags ungra sjálfstæðismanna á Akureyri, frá 2018. Í stjórn Sjálfstæðisfélags Akureyrar frá 2019. Formaður félags laganema við HA 2014–2015. Varaformaður Félags stúdenta við HA 2015–2016. Fulltrúi nemenda í háskólaráði HA 2014–2018. Fulltrúi nemenda í stjórn Félagsstofnunar stúdenta á Akureyri 2014–2018. Í stjórn Góðvina Háskólans á Akureyri 2017–. Varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins á Akureyri 2018–2021. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í frístundaráði Akureyrarbæjar 2018–2020. Fulltrúi í stjórn Akureyrarstofu 2020–2021. Í Þingvallanefnd 2022–.
Alþingismaður Norðausturkjördæmis síðan 2021 (Sjálfstæðisflokkur).
Atvinnuveganefnd 2021–, stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd 2021–, framtíðarnefnd 2023–.
Íslandsdeild þingmannaráðstefnunnar um norðurskautsmál 2021–.
Æviágripi síðast breytt 19. september 2023.