Birgir Ármannsson

Birgir Ármannsson
  • Embætti: Forseti
  • Kjördæmi: Reykjavíkurkjördæmi suður
  • Þingflokkur: Sjálfstæðisflokkur

Þingseta

Alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis suður 2003–2013, Reykjavíkurkjördæmis norður 2013–2021 og Reykjavíkurkjördæmis suður síðan 2021 (Sjálfstæðisflokkur).

Forseti Alþingis síðan 2021. 6. varaforseti Alþingis 2003–2005. 3. varaforseti Alþingis 2005–2007. 2. varaforseti Alþingis 2016–2017.

Formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins 2017–2021.

Æviágrip

Fæddur í Reykjavík 12. júní 1968. Foreldrar: Ármann Sveinsson (fæddur 14. apríl 1946, dáinn 10. nóvember 1968) laganemi og Helga Kjaran (fædd 20. maí 1947) grunnskólakennari, dóttir Birgis Kjarans alþingismanns. Maki: Ragnhildur Hjördís Lövdahl (fædd 1. maí 1971). Foreldrar: Einar Lövdahl og Inga Dóra Gústafsdóttir. Dætur: Erna (2003), Helga Kjaran (2005), Hildur (2010).

Stúdentspróf MR 1988. Embættispróf í lögfræði HÍ 1996. Hdl. 1999. Framhaldsnám við King's College, London, 1999–2000.

Blaðamaður á Morgunblaðinu 1988–1994. Starfsmaður Verslunarráðs Íslands 1995–2003, lögfræðingur ráðsins 1996–1998, skrifstofustjóri 1998–1999 og aðstoðarframkvæmdastjóri 2000–2003.

Formaður Heimdallar, félags ungra Sjálfstæðismanna, 1989–1991. Í stjórn Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta, og í stúdentaráði HÍ 1989–1991. Í umhverfismálaráði Reykjavíkur og skólanefnd Menntaskólans í Reykjavík 1990–1994. Í stjórn Sambands ungra Sjálfstæðismanna 1991–1993 og 1995–1997. Í stjórn fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík 1989–1991 og Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, 1998–2000. Í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins 1993–2003. Í skólanefnd Fjölbrautaskólans við Ármúla 1994–1999. Í stjórn Varðbergs, félags ungra áhugamanna um vestræna samvinnu, 1993–2000, formaður 1998–2000. Í stjórn ICEPRO, nefndar um rafræn viðskipti, 1998–1999 og 2002–2006. Í stjórn EAN á Íslandi 2003–2004. Í stjórn Fjárfestingarstofu 2003–2005. Í Þingvallanefnd 2013–2017. Í stjórnarskrárnefnd skipaðri af forsætisráðherra 2005–2007 og 2013–2016.

Alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis suður 2003–2013, Reykjavíkurkjördæmis norður 2013–2021 og Reykjavíkurkjördæmis suður síðan 2021 (Sjálfstæðisflokkur).

Forseti Alþingis síðan 2021. 6. varaforseti Alþingis 2003–2005. 3. varaforseti Alþingis 2005–2007. 2. varaforseti Alþingis 2016–2017.

Formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins 2017–2021.

Allsherjarnefnd 2003–2011 (formaður 2007–2009), efnahags- og viðskiptanefnd 2003–2007, kjörbréfanefnd 2005–2011, 2013, 2016 (formaður), 2017 (formaður) og 2021 (formaður), undirbúningsnefnd um rannsókn kjörbréfa 2021 (formaður 2021), sérnefnd um stjórnarskrármál 2005–2009 (formaður 2006), 2009 (fyrri), 2009 (seinni), viðskiptanefnd 2007–2009, umhverfisnefnd 2009–2011, saksóknarnefnd 2010–2012, þingskapanefnd 2011–2013, 2013–2016 og 2019–2021, stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd 2011–2013 og 2015–2016, umhverfis- og samgöngunefnd 2011–2013 og 2013–2016, utanríkismálanefnd 2013–2015 (formaður) og 2017, velferðarnefnd 2017, allsherjar- og menntamálanefnd 2017–2021.

Íslandsdeild Vestnorræna þingmannaráðsins 2003–2005 (formaður), Íslandsdeild Evrópuráðsþingsins 2005–2007 (formaður), Íslandsdeild VES-þingsins 2007–2009, þingmannanefnd Íslands og ESB 2013–2015, Íslandsdeild NATO-þingsins 2013–2016, Íslandsdeild Alþjóðaþingmannasambandsins 2017 (formaður 2017).

Æviágripi síðast breytt 16. mars 2022.

Áskriftir