Birgitta Jónsdóttir

Birgitta Jónsdóttir

Þingseta

Alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis suður 2009–2013 (Borgarahreyfingin, Hreyfingin), alþingismaður Suðvesturkjördæmis 2013–2016, alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis norður 2016–2017 (Píratar).

Formaður þingflokks Borgarahreyfingarinnar, síðar Hreyfingarinnar, 2009–2010. Formaður þingflokks Hreyfingarinnar 2013. Formaður þingflokks Pírata 2013–2014, 2015, 2016–2017 og 2017.

Æviágrip

Fædd í Reykjavík 17. apríl 1967. Foreldrar: Jón Ólafsson (fæddur 8. júlí 1940, dáinn 24. desember 1987) skipstjóri og útgerðarmaður og Bergþóra Árnadóttir (fædd 15. febrúar 1948, dáin 8. mars 2007) söngvaskáld. Maki: Charles Egill Hirt (fæddur 12. mars 1964, dáinn 1. júní 1993) ljósmyndari og útgefandi. Birgitta á þrjú börn.

Grunnskólapróf Núpi 1983. Sjálfmenntuð í vefhönnun og vefþróun, grafískri hönnun og umbroti.

Fjöllistakona, rithöfundur, ljóðskáld, þýðandi og myndlistarmaður. Hefur meðfram því starfað sem grafískur hönnuður og blaðamaður og sem pistlahöfundur hjá íslenskum jafnt sem erlendum tímaritum og vefmiðlum. Hefur haldið fjölda málverkasýninga og gefið út yfir 20 frumsamdar ljóðabækur á ensku og íslensku. Frumkvöðull í vinnslu ljóða og lista á netinu og í skapandi útfærslu í netheimum í árdaga þess.

Talsmaður Saving Iceland 2005. Formaður Vina Tíbets 2008–2011. Sjálfboðaliði fyrir WikiLeaks 2010, í stjórn Minningarsjóðs Bergþóru Árnadóttur frá 2008. Stofnfélagi e-poets, ráðs (council) PNND 2011, í starfsstjórn INPaT 2009, stjórnarformaður IMMI frá 2011. Kom að stofnun Borgarahreyfingarinnar 2009 og Pírata 2012. Formaður Hreyfingarinnar 2011–2012. Formaður Pírata 2014–2015. Hefur tekið þátt í starfi þingmanna og sérfræðinga víða um heim í tengslum við upplýsingafrelsi, ógnir gegn friðhelgi einkalífs, fjölmiðlafrelsi og beint lýðræði, var m.a. fyrst íslenskra þingmanna til að fá umboð til að setja saman þingsályktun fyrir IPU og var ályktunin undir yfirskriftinni Lýðræði í stafrænum heimi, ógnir gegn friðhelgi einkalífs og einstaklingsfrelsis samþykkt einróma á þingi Alþjóðaþingmannasambandsins árið 2015. Í nefnd til að undirbúa hátíðahöld árið 2018 í tilefni aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands síðan 2017.

Alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis suður 2009–2013 (Borgarahreyfingin, Hreyfingin), alþingismaður Suðvesturkjördæmis 2013–2016, alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis norður 2016–2017 (Píratar).

Formaður þingflokks Borgarahreyfingarinnar, síðar Hreyfingarinnar, 2009–2010. Formaður þingflokks Hreyfingarinnar 2013. Formaður þingflokks Pírata 2013–2014, 2015, 2016–2017 og 2017.

Umhverfisnefnd 2009–2011, utanríkismálanefnd 2009–2011, þingmannanefnd til að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis 2009–2010, þingskapanefnd 2011–2013 og 2015–2016, allsherjar- og menntamálanefnd 2011–2013 og 2017, stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd 2013–2016 og 2017, umhverfis- og samgöngunefnd 2013.

Íslandsdeild NATO-þingsins 2009–2013, Íslandsdeild Alþjóðaþingmannasambandsins 2013–2016, þingmannanefnd Íslands og ESB 2013–2016, Íslandsdeild þings Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu 2017, Íslandsdeild Alþjóðaþingmannasambandsins 2017.

Æviágripi síðast breytt 30. október 2017.

Áskriftir