Eggert Pálsson

Eggert Pálsson

Þingseta

Alþingismaður Rangæinga 1902–1919 (Heimastjórnarflokkurinn, Sambandsflokkurinn, Heimastjórnarflokkurinn) og 1923–1926 (Borgaraflokkurinn eldri, Íhaldsflokkurinn).

1. varaforseti efri deildar 1924–1926.

Æviágrip

Fæddur á Meðalfelli í Kjós 6. október 1864, dáinn 6. ágúst 1926. Foreldrar: Páll Einarsson (fæddur 23. september 1820, dáinn 20. janúar 1881) gullsmiður og bóndi þar og kona hans Guðrún Magnúsdóttir Waage (fædd 13. ágúst 1828, dáin 12. desember 1912) húsmóðir. Maki (18. júlí 1889): Guðrún Hermannsdóttir (fædd 18. mars 1866, dáin 4. júní 1959) húsmóðir. Foreldrar: Hermann Johnson og kona hans Ingunn Halldórsdóttir. Dóttir: Ingunn (1896).

Stúdentspróf Lsk. 1886. Guðfræðipróf Prestaskólanum 1888.

Heimiliskennari á Borðeyri veturinn 1888–1889. Fékk 1889 Breiðabólstað í Fljótshlíð og hélt til æviloka. Skipaður 1918 prófastur í Rangárvallaprófastsdæmi.

Oddviti Fljótshlíðarhrepps um skeið. Átti sæti í bankaráði Íslandsbanka 1919–1921.

Alþingismaður Rangæinga 1902–1919 (Heimastjórnarflokkurinn, Sambandsflokkurinn, Heimastjórnarflokkurinn) og 1923–1926 (Borgaraflokkurinn eldri, Íhaldsflokkurinn).

1. varaforseti efri deildar 1924–1926.

Æviágripi síðast breytt 1. apríl 2016.

Áskriftir