Einar Már Sigurðarson

Einar Már Sigurðarson

Þingseta

Alþingismaður Austurlands 1999–2003, alþingismaður Norðausturkjördæmis 2003–2009 (Samfylkingin).

Varaþingmaður Austurlands október 1991, nóvember 1992, nóvember 1993, mars 1994 og nóvember–desember 1994 (Alþýðubandalag).

4. varaforseti Alþingis 2007–2009.

Raddsýnishorn

Æviágrip

Fæddur í Reykjavík 29. október 1951. Foreldrar: Sigurður Guðgeirsson (fæddur 30. maí 1926, dáinn 6. júlí 1983) og kona hans Guðrún R. Einarsdóttir (fædd 9. september 1923, dáin 7. mars 2009). Maki (16. júní 1977): Helga Magnea Steinsson (fædd 22. september 1952) skólameistari. Foreldrar: Helgi Steinsson og kona hans Jórunn Karlsdóttir. Börn: Heiðrún Helga (1971), Jóhann Már (1972), Karl Már (1977), Einar Torfi (1980), Sigurður Steinn (1990).

Stúdentspróf MH 1971. B.Ed.-próf KHÍ 1979. Diplóma í náms- og starfsráðgjöf HÍ 1994.

Kennari við Vopnafjarðarskóla 1971–1973, Grunnskóla Súðavíkur 1976–1977 og Varmalandsskóla 1977–1978. Skólastjóri Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar 1979–1982. Skólafulltrúi og félagsmálastjóri í Neskaupstað 1982–1989. Áfangastjóri Verkmenntaskóla Austurlands 1989–1993 og skólameistari þar 1994–1996. Forstöðumaður Skólaskrifstofu Austurlands 1996–1999.

Alþingismaður Austurlands 1999–2003, alþingismaður Norðausturkjördæmis 2003–2009 (Samfylkingin).

Varaþingmaður Austurlands október 1991, nóvember 1992, nóvember 1993, mars 1994 og nóvember–desember 1994 (Alþýðubandalag).

4. varaforseti Alþingis 2007–2009.

Fjárlaganefnd 1999–2007, landbúnaðarnefnd 1999–2000 og 2006–2007, menntamálanefnd 2000–2003 og 2005–2009 (formaður 2009), samgöngunefnd 2003–2004, iðnaðarnefnd 2004–2005 og 2007–2009.

Íslandsdeild VES-þingsins 2005–2007, Íslandsdeild ÖSE-þingsins 2007–2009 (formaður).

Æviágripi síðast breytt 7. september 2020.

Áskriftir