Einar Árnason

Einar Árnason

Þingseta

Alþingismaður Eyfirðinga 1916–1942 (Bændaflokkurinn eldri, Framsóknarflokkur).

Fjármálaráðherra 1929–1931.

Forseti sameinaðs þings 1931–1932, forseti efri deildar 1933–1942.

Minningarorð

Æviágrip

Fæddur á Hömrum í Eyjafirði 27. nóvember 1875, dáinn 14. nóvember 1947. Foreldrar: Árni Guðmundsson (fæddur 1. október 1831, dáinn 10. mars 1900) bóndi þar og kona hans Petrea Sigríður Jónsdóttir (fædd 15. maí 1838, dáin 30. júlí 1919) húsmóðir. Maki (4. maí 1901): Margrét Eiríksdóttir (fædd 21. desember 1879, dáin 27. febrúar 1955) húsmóðir. Foreldrar: Eiríkur Ólafsson og kona hans Sólveig Jónsdóttir. Börn: Sigríður (1902), Aðalsteinn Ólafur (1906), Laufey (1908), Hulda (1913), Ingibjörg (1918).

Gagnfræðapróf Möðruvöllum 1893.

Vann í foreldrahúsum 1893–1900 og starfaði jafnframt við barnakennslu. Bóndi á Litla-Eyrarlandi frá 1901 til æviloka. Skipaður 7. mars 1929 fjármálaráðherra, lausn 20. apríl 1931.

Oddviti Öngulsstaðahrepps um skeið. Formaður Sambands íslenskra samvinnufélaga frá 1936 til æviloka. Átti sæti í landsbankanefnd 1928–1929 og frá 1932 til æviloka. Í síldarútvegsnefnd 1931–1934. Í stjórn markaðs- og verðjöfnunarsjóðs 1935. Endurskoðandi Síldarverksmiðja ríkisins 1936. Í stjórn Síldarverksmiðja ríkisins 1938–1940.

Alþingismaður Eyfirðinga 1916–1942 (Bændaflokkurinn eldri, Framsóknarflokkur).

Fjármálaráðherra 1929–1931.

Forseti sameinaðs þings 1931–1932, forseti efri deildar 1933–1942.

Æviágripi síðast breytt 29. apríl 2020.

Áskriftir