Eygló Harðardóttir

Eygló Harðardóttir

Þingseta

Alþingismaður Suðurkjördæmis 2008–2013, alþingismaður Suðvesturkjördæmis 2013–2017 (Framsóknarflokkur).

Varaþingmaður Suðurkjördæmis febrúar–mars 2006 (Framsóknarflokkur).

Félags- og húsnæðismálaráðherra 2013–2017, samstarfsráðherra Norðurlanda 2013–2017.

Æviágrip

Fædd í Reykjavík 12. desember 1972. Foreldrar: Hörður Þ. Rögnvaldsson (fæddur 7. apríl 1955) verktaki og Svanborg E. Óskarsdóttir (fædd 9. apríl 1956) framkvæmdastjóri og kennari. Maki: Sigurður E. Vilhelmsson (fæddur 29. maí 1971) framhaldsskólakennari. Foreldrar: Vilhelm G. Kristinsson og Ásgerður Ágústsdóttir. Dætur: Hrafnhildur Ósk (2000), Snæfríður Unnur (2006).

Stúdentspróf FB 1992. Fil.kand.-próf í listasögu frá Stokkhólmsháskóla 2000. Framhaldsnám í viðskiptafræði við HÍ síðan 2007.

Framkvæmdastjóri Þorsks á þurru landi ehf. 2001–2009. Skrifstofustjóri Hlíðardals ehf. 2003–2004. Viðskiptastjóri Tok hjá Ax hugbúnaðarhúsi hf. 2004–2006. Framkvæmdastjóri Nínukots ehf. 2006–2008. Verkefnastjóri hjá Atvinnuþróunarfélagi Suðurlands 2008. Félags- og húsnæðismálaráðherra 23. maí 2013 til 11. janúar 2017. Samstarfsráðherra Norðurlanda 16. ágúst 2013 til 11. janúar 2017.

Í stjórn Þorsks á þurru landi ehf. 2001–2009. Í skólamálaráði Vestmannaeyja 2003–2004. Varamaður í félagsmálaráði Vestmannaeyja 2003–2005. Ritari í stjórn kjördæmissambands framsóknarfélaganna í Suðurkjördæmi 2003–2007. Í stjórn Nýsköpunarstofu Vestmannaeyja 2003–2006. Í stjórn Náttúrustofu Suðurlands 2003–2006. Í stjórn IceCods á Íslandi ehf. 2003–2013. Í miðstjórn Framsóknarflokksins síðan 2003. Í stjórn Visku, fræðslu- og símenntunarmiðstöðvar, 2004–2006 og 2008–2009. Gjaldkeri Framsóknarfélags Vestmannaeyja 2004–2010. Fulltrúi í foreldraráði Grunnskóla Vestmannaeyja 2007–2008. Ritari í stjórn Landssambands Framsóknarkvenna 2007–2009. Ritari Framsóknarflokksins síðan 2009. Í samráðshóp um húsnæðisstefnu 2011. Formaður verðtryggingarnefndar, nefndar sem kanni forsendur verðtryggingar á Íslandi, síðan 2010.

Alþingismaður Suðurkjördæmis 2008–2013, alþingismaður Suðvesturkjördæmis 2013–2017 (Framsóknarflokkur).

Varaþingmaður Suðurkjördæmis febrúar–mars 2006 (Framsóknarflokkur).

Félags- og húsnæðismálaráðherra 2013–2017, samstarfsráðherra Norðurlanda 2013–2017.

Heilbrigðisnefnd 2008–2009, iðnaðarnefnd 2008–2009, umhverfisnefnd 2008–2009, menntamálanefnd 2009–2011, viðskiptanefnd 2009–2011, þingmannanefnd til að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis 2009–2010, allsherjar- og menntamálanefnd 2011 og 2017, velferðarnefnd 2011–2012, efnahags- og viðskiptanefnd 2012–2013.

Íslandsdeild Vestnorræna ráðsins 2017.

Lausapenni hjá Vaktinni, Vestmannaeyjum. Hefur skrifað fasta pistla í Bændablaðið og greinar í ýmis blöð.

Æviágripi síðast breytt 30. október 2017.

Áskriftir