Finnur Ingólfsson

Þingseta
Alþingismaður Reykvíkinga 1991–1999 (Framsóknarflokkur).
Varaþingmaður Reykvíkinga nóvember–desember 1987, október–nóvember 1988, maí 1989, janúar–febrúar 1990.
Iðnaðar- og viðskiptaráðherra 1995–1999.
Formaður þingflokks framsóknarmanna 1994–1995.
Æviágrip
Fæddur í Vík í Mýrdal 8. ágúst 1954. Foreldrar: Ingólfur Þorsteinn Sæmundsson (fæddur 3. desember 1916, dáinn 14. júlí 2004) skrifstofumaður og kona hans Svala Magnúsdóttir (fædd 20. mars 1920, dáin 7. mars 1992) húsmóðir. Maki (5. ágúst 1977): Kristín Vigfúsdóttir (fædd 30. desember 1955) hjúkrunarfræðingur. Foreldrar: Vigfús Magnússon og kona hans Fanney Reykdal. Börn: Fanney (1980), Ingi Þór (1982), Hulda (1989).
Nám við Samvinnuskólann á Bifröst 1973–1975. Stúdentspróf Samvinnuskólanum í Reykjavík 1979. Viðskiptafræðipróf HÍ 1984.
Framkvæmdastjóri Prjónastofunnar Kötlu 1975–1976. Framkvæmdastjóri Prjónastofunnar Dyngju 1977–1978. Stundakennari í hagfræði við Flensborgarskólann í Hafnarfirði 1982–1983. Aðstoðarmaður sjávarútvegsráðherra 1983–1987. Aðstoðarmaður heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra 1987–1991. Skipaður 23. apríl 1995 iðnaðar- og viðskiptaráðherra, lausn 28. maí 1999. Skipaður 28. maí 1999 iðnaðar- og viðskiptaráðherra, lausn 31. desember 1999.
Formaður stúdentaráðs Háskóla Íslands 1981–1982. Formaður Sambands ungra framsóknarmanna 1982–1986, gjaldkeri Framsóknarflokksins 1986–1994, formaður fulltrúaráðs framsóknarfélaganna í Reykjavík 1987–1991 og varaformaður Framsóknarflokksins 1998–2001. Í samninganefnd Tryggingastofnunar ríkisins við lækna 1987–1991. Í stjórn Álafoss 1984–1986. Formaður stjórnar Félagsstofnunar stúdenta 1985–1987. Fulltrúi Alþingis á RÖSE-þingi 1994. Fulltrúi í Þingmannasamtökum Norður-Atlantshafsríkjanna 1993.
Alþingismaður Reykvíkinga 1991–1999 (Framsóknarflokkur).
Varaþingmaður Reykvíkinga nóvember–desember 1987, október–nóvember 1988, maí 1989, janúar–febrúar 1990.
Iðnaðar- og viðskiptaráðherra 1995–1999.
Formaður þingflokks framsóknarmanna 1994–1995.
Æviágripi síðast breytt 12. september 2019.
Upplýsingar um nefndarstörf ná aftur til ársins 1991 (115. löggjafarþing). Sjá annars nefndasetur