Garðar Sigurðsson

Garðar Sigurðsson

Þingseta

Alþingismaður Suðurlands 1971–1987 (Alþýðubandalag).

2. varaforseti neðri deildar 1979–1983.

Minningarorð
Raddsýnishorn

Æviágrip

Fæddur í Reykjavík 20. nóvember 1933, dáinn 19. mars 2004. Foreldrar: Jóhann Sigurður Hjálmarsson (fæddur 17. október 1900, dáinn 29. júlí 1981) bifreiðasmiður og 1. kona hans Klara Tryggvadóttir (fædd 1. október 1906). Maki 1 (7. júní 1955): Kristrún Hólmfríður Jónsdóttir (fædd 11. maí 1934, dáin 8. janúar 2009) húsmóðir. Þau skildu. Foreldrar: Jón Sveinsson og kona hans Bjarney Einarsdóttir. Maki 2 (27. október 1962): Bergþóra Óskarsdóttir (fædd 10. maí 1943) húsmóðir. Foreldrar: Óskar Sigfinnsson og kona hans Þóra Guðný Þórðardóttir. Börn Garðars og Kristrúnar: Bjarney Kolbrún (1955), Tryggvi (1958). Dætur Garðars og Bergþóru: Sigríður (1962), Gerður Klara (1969), Guðný Ósk (1976), Edda (1979).

Stúdentspróf MR 1953. Lagði stund á verkfræði við Háskóla Íslands 1953–1955. Stýrimannapróf í Reykjavík (utan skóla) 1962.

Kennari við Gagnfræðaskólann í Neskaupstað 1957–1960 og jafnframt við Iðnskólann þar 1958–1960. Kennari við Gagnfræðaskólann í Vestmannaeyjum 1961–1962 og 1963–1973, settur skólastjóri 1969–1970. Stundaði sjómennsku með námi og kennslu, að aðalstarfi 1955–1957, stýrimaður á fiskiskipum á sumrum frá 1962. Starfsmaður Veiðieftirlits sjávarútvegsráðuneytisins 1987–1990. Starfsmaður Landsbanka Íslands síðan 1990.

Bæjarfulltrúi í Vestmannaeyjum 1966–1978. Í flugráði 1972–1980. Í stjórn Viðlagasjóðs 1973–1975. Í bankaráði Útvegsbanka Íslands 1981–1987. Sat á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 1974, 1975, 1981 og 1982. Sat þing Alþjóðaþingmannasambandsins 1972 og 1979–1983. Fulltrúi á þingi Evrópuráðsins 1983–1987.

Alþingismaður Suðurlands 1971–1987 (Alþýðubandalag).

2. varaforseti neðri deildar 1979–1983.

Æviágripi síðast breytt 13. september 2019.

Áskriftir