Geir Hallgrímsson

Geir Hallgrímsson

Þingseta

Alþingismaður Reykvíkinga 1970–1983 (Sjálfstæðisflokkur).

Varaþingmaður Reykvíkinga mars–maí og nóvember 1960, október–nóvember 1965, október 1966, október–desember 1967, febrúar, apríl og desember 1968, febrúar–mars og október–nóvember 1969, allt þingið 1983–1984, nóvember–desember 1984, mars–apríl og maí 1985.

Forsætisráðherra 1974–1978. Utanríkisráðherra 1983–1986.

Minningarorð
Raddsýnishorn

Æviágrip

Fæddur í Reykjavík 16. desember 1925, dáinn 1. september 1990. Foreldrar: Hallgrímur Benediktsson (fæddur 20. júlí 1885, dáinn 26. febrúar 1954) alþingismaður og kona hans Áslaug Geirsdóttir, fædd Zoëga (fædd 14. ágúst 1895, dáin 15. ágúst 1967) húsmóðir. Maki (7. júlí 1948): Erna Finnsdóttir (fædd 20. mars 1924, dáin 23. ágúst 2019) húsmóðir. Foreldrar: Finnur Sigmundsson og kona hans Kristín Magnúsdóttir. Börn: Hallgrímur Benediktsson (1949), Kristín (1951), Finnur (1953), Áslaug (1955).

Stúdentspróf MR 1944. Lögfræðipróf HÍ 1948. Framhaldsnám í lögfræði og hagfræði eitt ár við Harvard-lagaskóla, Bandaríkjunum. Hdl. 1951. Hrl. 1957.

Rak málaflutningsskrifstofu í Reykjavík 1951–1959. Forstjóri H. Benediktsson hf. 1955–1959. Borgarstjóri í Reykjavík 1959–1972. Skipaður forsætisráðherra 28. ágúst 1974, fékk lausn 27. júní 1978, en gegndi störfum til 1. september 1978. Skipaður utanríkisráðherra 26. maí 1983, fékk lausn 24. janúar 1986. Bankastjóri Seðlabanka Íslands frá 1986 til æviloka.

Formaður Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík 1952–1954. Bæjarfulltrúi og síðar borgarfulltrúi í Reykjavík 1954–1974. Í stjórn Árvakurs hf., útgáfufélags Morgunblaðsins 1954–1986, formaður 1969–1986. Formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna 1957–1959. Í stjórn Landsvirkjunar 1965–1974. Í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins frá 1965. Sat fund Þingmannasamtaka Norður-Atlantshafsríkjanna 1971. Varaformaður Sjálfstæðisflokksins 1971–1973, formaður flokksins 1973–1983. Í Þingvallanefnd 1979–1980. Fulltrúi Íslands á fundi þingmannanefndar EFTA 1981.

Alþingismaður Reykvíkinga 1970–1983 (Sjálfstæðisflokkur).

Varaþingmaður Reykvíkinga mars–maí og nóvember 1960, október–nóvember 1965, október 1966, október–desember 1967, febrúar, apríl og desember 1968, febrúar–mars og október–nóvember 1969, allt þingið 1983–1984, nóvember–desember 1984, mars–apríl og maí 1985.

Forsætisráðherra 1974–1978. Utanríkisráðherra 1983–1986.

Æviágripi síðast breytt 14. apríl 2020.

Áskriftir