Guðmundur Ingi Kristinsson

Guðmundur Ingi Kristinsson
  • Embætti: Formaður þingflokks
  • Kjördæmi: Suðvesturkjördæmi
  • Þingflokkur: Flokkur fólksins

Þingseta

Alþingismaður Suðvesturkjördæmis síðan 2017 (Flokkur fólksins).

Formaður þingflokks Flokks fólksins síðan 2018.

Æviágrip

Fæddur í Reykjavík 14. júlí 1955. Foreldrar: Kristinn Jónsson (fæddur 10. febrúar 1914, dáinn 6. júlí 2003) og Andrea Guðmundsdóttir (fædd 30. júlí 1925, dáin 21. apríl 2005). Maki 1: Inga Dóra Jónsdóttir (fædd 11. júní 1959). Þau skildu. Maki 2: Hulda Margrét Baldursdóttir (fædd 30. júlí 1962) myndlistarkona. Foreldrar: Baldur Viðar Guðjónsson og Hertha Silvía Andersen. Synir Guðmundar og Ingu Dóru: Jón Hannes (1977, dáinn 2006), Bjarni Þór (1978). Synir Guðmundar og Huldu Margrétar: Baldur Freyr (1985), Davíð Örn (1987), Guðmundur Ingi (1992), Georg Daði (1994).

Gagnfræðapróf frá Ármúlaskóla trésmíðadeild 1972. Nám við trésmíðadeild Iðnskólans í Reykjavík 1974. Skrifstofunám, vefsíðugerð og myndvinnsla í Nýja tölvu- og viðskiptaskólanum (NTV) 1997.

Lögreglumaður í Grindavík og Keflavík 1974–1980. Afgreiðslumaður í versluninni Brynju 1981–1993. Í endurskoðunarnefnd laga um almannatryggingar 2014–2016 fyrir Pírata.

Í trúnaðarráði VR 2004–2012 og fulltrúi þess á ársfundum Alþýðusambands Íslands. Formaður BÓT, baráttu- og samstöðufélags fyrir bættum kjörum lífeyrisþega og gegn fátækt á Íslandi, frá 2010. Varaformaður Flokks fólksins frá 2016.

Alþingismaður Suðvesturkjördæmis síðan 2017 (Flokkur fólksins).

Formaður þingflokks Flokks fólksins síðan 2018.

Velferðarnefnd 2017–2021, 2021–.

Íslandsdeild Norðurlandaráðs 2018–2020 og 2021–, Íslandsdeild Vestnorræna ráðsins 2020–2021.

Æviágripi síðast breytt 19. janúar 2022.

Áskriftir