Guðrún Hafsteinsdóttir

Guðrún Hafsteinsdóttir
  • Embætti: Dómsmálaráðherra
  • Ráðuneyti:Dómsmálaráðuneytið
  • Kjördæmi: Suðurkjördæmi
  • Þingflokkur: Sjálfstæðisflokkur

Þingseta

Alþingismaður Suðurkjördæmis síðan 2021 (Sjálfstæðisflokkur).

Dómsmálaráðherra síðan 2023.

Æviágrip

Fædd á Selfossi 9. febrúar 1970. Foreldrar: Hafsteinn Kristinsson (fæddur 11. ágúst 1933, dáinn 18. apríl 1993) mjólkurverkfræðingur og stofnandi Kjöríss ehf. og Laufey S. Valdimarsdóttir (fædd 26. janúar 1940) húsmóðir. Maki 1: Davíð Jóhann Davíðsson (fæddur 30. júní 1968) rekstrarfræðingur. Foreldrar: Davíð Garðarsson og Árný Anna Guðmundsdóttir. Maki 2: Hans Kristján Einarsson Hagerup (fæddur 22. júní 1968) gullsmiður. Foreldrar: Einar Erlendsson og Turid Hagerup Erlendsson. Börn Guðrúnar og Davíðs: Hafsteinn (1994), Dagný Lísa (1997), Haukur (2004). Stjúpsynir, synir Hans Kristjáns: Hans Patrekur (1995), Elís Per (1998), Nökkvi Már (1998).

Stúdentspróf FSu 1991. BA-próf í mannfræði HÍ 2008. Diplóma í hagnýtri jafnréttisfræði HÍ 2011.

Markaðsstjóri Kjöríss ehf. 2008–2021. Framkvæmdastjóri Kjöríss ehf. 1993–1994. Fjármálastjóri Kjöríss ehf. 1992–1993. Dómsmálaráðherra síðan 19. júní 2023.

Í stjórn Kjöríss ehf. 1993–2021. Í stjórn Steingerðis ehf. 2008–2021. Í stjórn Samtaka iðnaðarins 2011–2020. Í stjórn lífeyrissjóðsins Festu 2012–2014. Í stjórn Eldvarpa 2013–2017. Í stjórn Bláa lónsins 2013–2017. Formaður stjórnar Samtaka iðnaðarins 2014–2020. Í stjórn Akks 2014–2020. Í stjórn og framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins 2014–2020. Í stjórn Háskólans í Reykjavík 2014–2021. Í ráðgjafaráði Háskólans í Reykjavík 2014–2020. Varaformaður Samtaka atvinnulífsins 2015–2017. Formaður stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna 2016–2019. Í stjórn Landssamtaka lífeyrissjóða 2017–2021. Formaður stjórnar Landssamtaka lífeyrissjóða 2018–2021. Varaformaður stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna 2019–2021. Formaður stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna 2021. Formaður skipulags- og umhverfisnefndar Hveragerðis 1994–1998. Formaður sunddeildar Hamars í Hveragerði 2004–2014. Formaður sundnefndar Héraðssambandsins Skarphéðins 2007–2011. Í fræðslunefnd Hveragerðisbæjar 2009–2013. Í sóknarnefnd Hveragerðiskirkju 2011–2021, formaður 2018–2021. Í stjórn Sóknasambands Íslands 2019–2021. Meðal stofnenda og í stjórn Hugvallar 2021.

Alþingismaður Suðurkjördæmis síðan 2021 (Sjálfstæðisflokkur).

Dómsmálaráðherra síðan 2023.

Efnahags- og viðskiptanefnd 2021–2023 (formaður 2021–2023), velferðarnefnd 2021–2023.

Æviágripi síðast breytt 26. september 2023.

Áskriftir