Guðjón A. Kristjánsson

Guðjón A. Kristjánsson

Þingseta

Alþingismaður Vestfirðinga 1999–2003, alþingismaður Norðvesturkjördæmis 2003–2009 (Frjálslyndi flokkurinn).

Varaþingmaður Vestfirðinga október 1991, desember 1991 til febrúar 1992, desember 1992 til mars 1993, apríl–maí 1993, mars–apríl og október–nóvember 1994, júní 1995 (Sjálfstæðisflokkur).

Formaður þingflokks Frjálslynda flokksins 1999–2004.

Minningarorð
Raddsýnishorn

Æviágrip

Fæddur á Ísafirði 5. júlí 1944, dáinn 17. mars 2018. Foreldrar: Kristján Sigmundur Guðjónsson (fæddur 17. nóvember 1911, dáinn 22. desember 1989) smiður og kona hans Jóhanna Jakobsdóttir (fædd 16. október 1913, dáin 9. desember 1999) húsmóðir. Bróðir Jónu Valgerðar Kristjánsdóttur alþingismanns. Maki 1: Björg Hauksdóttir (fædd 24. janúar 1941, dáin 25. nóvember 1999). Þau skildu. Maki 2 (31. mars 1989): Maríanna Barbara Kristjánsson (fædd 7. október 1960) iðnaðarmaður. Foreldrar: Theofil Kordek og kona hans Stanislawa Kordek. Dóttir Guðjóns og Ástu Ingimarsdóttur: Guðrún Ásta (1963). Dóttir Guðjóns og Ingigerðar Friðriksdóttur: Ingibjörg Guðrún (1966). Synir Guðjóns og Bjargar: Kristján Andri (1967), Kolbeinn Már (1971), Arnar Bergur (1979). Börn Guðjóns og Maríönnu (kjörbörn, börn Maríönnu): Margrét María (1979), Júrek Brjánn (1981).

Stýrimannanám á Ísafirði 1964–1965. Fiskimannapróf frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1966.

Háseti, matsveinn og vélstjóri frá 1959. Stýrimaður 1965 og skipstjóri 1967–1997. Formaður Skipstjóra- og stýrimannfélagsins Bylgjunnar 1975–1984. Forseti Farmanna- og fiskimannasambands Íslands 1983–1999.

Í Verðlagsráði sjávarútvegsins og Starfsgreinaráði sjávarútvegsins. Í stjórn Fiskveiðasjóðs, í skólanefnd Stýrimannaskólans, í stjórn Fiskifélags Íslands og í stjórn Slysavarnaskóla sjómanna. Varafiskimálastjóri. Í stjórn Farmanna- og fiskimannasambands Íslands 1979–1999. Formaður Frjálslynda flokksins 2003–2010. Í stjórnarskrárnefnd 2005–2007.

Alþingismaður Vestfirðinga 1999–2003, alþingismaður Norðvesturkjördæmis 2003–2009 (Frjálslyndi flokkurinn).

Varaþingmaður Vestfirðinga október 1991, desember 1991 til febrúar 1992, desember 1992 til mars 1993, apríl–maí 1993, mars–apríl og október–nóvember 1994, júní 1995 (Sjálfstæðisflokkur).

Formaður þingflokks Frjálslynda flokksins 1999–2004.

Sjávarútvegsnefnd 1999–2003, allsherjarnefnd 2001–2003, kjörbréfanefnd 2003–2007, samgöngunefnd 2003–2009, sérnefnd um stjórnarskrármál 2004–2005, fjárlaganefnd 2006–2009, sérnefnd um stjórnarskrármál (seinni) 2009.

Íslandsdeild Vestnorræna ráðsins 2007–2009.

Hefur ritað fjölda greina um ýmis sjávarútvegsmál í Sjómannablaðið Víking, Fiskifréttir og dagblöð. Skrifaði smásöguna Krumluna sem birtist í bókinni Á lífsins leið árið 1999.

Æviágripi síðast breytt 16. september 2019.

Áskriftir