Guðlaugur Gíslason

Guðlaugur Gíslason

Þingseta

Alþingismaður Vestmanneyinga 1959. Alþingismaður Suðurlands 1959–1978 (Sjálfstæðisflokkur).

Minningarorð
Raddsýnishorn

Æviágrip

Fæddur á Stafnesi í Miðneshreppi 1. ágúst 1908, dáinn 6. mars 1992. Foreldrar: Gísli Geirmundsson (fæddur 9. janúar 1874, dáinn 9. júlí 1919) útvegsbóndi þar og kona hans Þórunn Jakobína Hafliðadóttir (fædd 30. janúar 1875, dáin 27. maí 1965) húsmóðir. Maki (25. nóvember 1933): Sigurlaug Jónsdóttir (fædd 28. janúar 1911) húsmóðir. Foreldrar: Jón Hinriksson og kona hans Ingibjörg Theódórsdóttir Mathiesen. Börn: Dóra (1934), Jakobína (1936), Ingibjörg Rannveig (1939), Gísli Geir (1940), Anna Þuríður (1946), Jón Haukur (1950).

Við nám í Köbmandsskolen í Kaupmannahöfn 1930–1931 og lauk þaðan prófi.

Kaupmaður í Vestmannaeyjum 1932–1934 og 1948–1954. Bæjargjaldkeri þar 1934–1937, hafnargjaldkeri 1937–1938. Kaupfélagsstjóri Neytendafélags Vestmannaeyja 1938–1942. Framkvæmdastjóri Snæfells hf. og Fells hf. 1942–1948. Bæjarstjóri í Vestmannaeyjum 1954–1966.

Vararæðismaður Svíþjóðar frá 1944. Í bankaráði Útvegsbankans 1961–1980. Skipaður 1971 og 1975 í fiskveiðilaganefnd. Kosinn 1973 í stjórn Viðlagasjóðs.

Alþingismaður Vestmanneyinga 1959. Alþingismaður Suðurlands 1959–1978 (Sjálfstæðisflokkur).

Guðlaugs saga Gíslasonar, endurminningar frá Eyjum og Alþingi, kom út 1983.

Æviágripi síðast breytt 13. september 2019.

Áskriftir