Gunnar Gíslason

Þingseta
Alþingismaður Skagfirðinga 1959, alþingismaður Norðurlands vestra 1959–1974 (Sjálfstæðisflokkur).
Varaþingmaður Skagfirðinga apríl–maí 1955 og apríl–maí 1957.
2. varaforseti neðri deildar 1970–1971, 1. varaforseti neðri deildar 1971–1974.
Æviágrip
Fæddur á Seyðisfirði 5. apríl 1914, dáinn 31. mars 2008. Foreldrar: Gísli Jónsson (fæddur 15. september 1882, dáinn 29. júní 1964) verslunarstjóri þar og kona hans Margrét Arnórsdóttir (fædd 9. júlí 1887, dáin 19. ágúst 1920) húsmóðir. Maki (17. júní 1944): Ragnheiður Margrét Ólafsdóttir (fædd 13. apríl 1915) húsmóðir. Foreldrar: Ólafur Ágúst Gíslason og 1. kona hans Ágústa Áróra Þorsteinsdóttir. Börn: Stefán Ragnar (1945), Gunnar (1946), Ólafur (1950), Arnór (1951), Margrét (1952), Gísli (1957).
Stúdentspróf MA 1938. Guðfræðipróf HÍ 1943.
Sóknarprestur og bóndi í Glaumbæ í Skagafirði 1943–1982. Skólastjóri unglingaskóla í Varmahlíð 1944–1946. Prófastur í Skagafjarðarsýslu 1977–1982.
Í stúdentaráði Háskóla Íslands 1939–1940. Formaður Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúdenta, 1940–1941. Í hreppsnefnd Seyluhrepps 1946–1986. Í stjórn Skógræktarfélags Skagfirðinga frá 1947, formaður 1961–1981. Í stjórn Byggðasafns Skagfirðinga í Glaumbæ 1948–1986. Í bankaráði Búnaðarbankans 1969–1985. Kosinn 1973 í flutningskostnaðarnefnd. Sat á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 1965.
Alþingismaður Skagfirðinga 1959, alþingismaður Norðurlands vestra 1959–1974 (Sjálfstæðisflokkur).
Varaþingmaður Skagfirðinga apríl–maí 1955 og apríl–maí 1957.
2. varaforseti neðri deildar 1970–1971, 1. varaforseti neðri deildar 1971–1974.
Ritstjóri: Vaka (1940–1941).
Æviágripi síðast breytt 9. október 2019.