Gunnar G. Schram
Æviágrip
Fæddur á Akureyri 20. febrúar 1931, dáinn 29. ágúst 2004. Foreldrar: Gunnar Schram (fæddur 22. júní 1897, dáinn 26. nóvember 1980) umdæmisstjóri Landssímans þar, föðurbróðir Ellerts B. Schrams alþingismanns og afabróðir Láru Margrétar Ragnarsdóttur alþingismanns, og kona hans Jónína Jónsdóttir Schram (fædd 23. maí 1897, dáin 27. júlí 1974) húsmóðir. Faðir Valgerðar Gunnarsdóttur varaþingmanns. Maki (26. janúar 1957): Elísa Steinunn Jónsdóttir (fædd 4. júlí 1935) húsmóðir. Foreldrar: Jón Sigurjónsson og kona hans Helga Káradóttir. Börn: Jón Gunnar (1957), Kári Guðmundur (1960), Þóra (1963), Kristján (1967). Dóttir Gunnars og Rannveigar G. Ágústsdóttur: Valgerður (1950).
Stúdentspróf MA 1950. Lögfræðipróf HÍ 1956. Framhaldsnám í þjóðarétti við Max Planck-stofnunina í Heidelberg í Þýskalandi og háskólann þar 1957–1958 og við háskólann í Cambridge í Englandi, Sidney Sussex College 1958–1960, doktorspróf þar í þjóðarétti 1961.
Blaðamaður við Morgunblaðið á háskólaárunum og 1956–1957. Ritstjóri Vísis 1961–1966. Fulltrúi í utanríkisráðuneytinu 1966, deildarstjóri 1967 og jafnframt ráðunautur utanríkisráðuneytisins í þjóðarétti. Lektor við lagadeild Háskóla Íslands 1970–1971. Skipaður deildarstjóri í utanríkisráðuneytinu 1971 og jafnframt sendiráðunautur og varafastafulltrúi í fastanefnd Íslands í New York til 1974. Einnig ræðismaður Íslands í New York 1971–1972. Prófessor við lagadeild Háskóla Íslands síðan 1974. Ráðunautur stjórnarskrárnefndar 1975–1983 og fulltrúi í stjórnarskrárnefnd frá 1983.
Varaformaður og ritari Sambands ungra sjálfstæðismanna 1953–1957. Formaður Blaðamannafélags Íslands 1962–1963. Í Ad hoc-nefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna um friðsamlega nýtingu hafsbotnsins 1968. Fulltrúi í hafsbotnsnefnd Sameinuðu þjóðanna 1969–1973. Í sendinefnd Íslands á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 1968–1973. Formaður Félags Sameinuðu þjóðanna 1969– 1971. Í sendinefnd Íslands á hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna 1973– 1982. Formaður Lögfræðingafélags Íslands 1979–1981. Formaður Félags háskólakennara 1979–1981. Formaður Bandalags háskólamanna 1982–1986. Í stjórn Aðstoðar Íslands við þróunarlöndin, síðar Þróunarsamvinnustofnunar 1977–1987. Forseti lagadeildar Háskóla Íslands 1978–1980 og 1992–1994, formaður stjórnar Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands frá 1990 og formaður Mannréttindastofnunar Háskóla Íslands 1995. Í samninganefnd um stóriðju 1983–1988. Fulltrúi Íslands á fundum þingmannanefndar EFTA 1985–1987. Í hafsbotnsnefnd iðnaðarráðuneytisins frá 1984. Formaður nefndar menntamálaráðuneytis til undirbúnings fjarkennslu 1986–1987 og undirbúningsnefndar alheimsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um umhverfismál og þróun 1992. Ráðunautur umhverfisráðuneytisins í alþjóðlegum umhverfismálum 1990–1993. Ráðunautur utanríkisráðuneytisins í hafréttarmálum og alþjóðlegum umhverfismálum 1993–1995. Í sendinefnd Íslands á úthafsveiðiráðstefnu Sameinuðu þjóðanna 1993–1995.
Alþingismaður Reyknesinga 1983–1987 (Sjálfstæðisflokkur).
Hefur samið fræðirit um þjóðarétt, stjórnskipunarrétt, umhverfisrétt, hafréttarmál o. fl.
Ritstjóri: Vísir (1961–1966).
Æviágripi síðast breytt 7. október 2019.