Gunnar Sigurðsson

Gunnar Sigurðsson

Þingseta

Alþingismaður Rangæinga 1919–1923 og 1927–1931 (utan flokka (Framsóknarflokkur)).

Minningarorð

Æviágrip

Fæddur í Helli í Ásahreppi 14. júlí 1888, dáinn 13. desember 1962. Foreldrar: Sigurður Guðmundsson (fæddur 13. ágúst 1861, dáinn 23. október 1917) bóndi þar og kona hans Ingigerður Gunnarsdóttir (fædd 21. september 1861, dáin 15. nóvember 1923) húsfreyja og ljósmóðir. Maki (18. september 1915): Sigríður Siggeirsdóttir (fædd 13. febrúar 1891, dáin 13. október 1979) húsmóðir og skrifstofumaður. Þau skildu. Foreldrar: Siggeir Torfason og kona hans Helga Vigfúsdóttir. Börn: Geir (1916), Gerður (1917), Helga (1920), Gylfi (1920), Sigurður (1923).

Stúdentspróf MR 1911. Las lögfræði við Hafnarháskóla 1911–1912. Lögfræðipróf HÍ 1917.

Ritstjóri dagblaðsins Vísis í Reykjavík 1914–1915. Yfirréttarmálaflutningsmaður í Reykjavík 1917–1922. Bóndi að Selalæk 1924–1928, fékkst jafnframt mikið við hestaverslun. Fluttist aftur til Reykjavíkur 1928 og stundaði þar lögfræðistörf til æviloka.

Yfirskoðunarmaður landsreikninga 1927–1928.

Alþingismaður Rangæinga 1919–1923 og 1927–1931 (utan flokka (Framsóknarflokkur)).

Safnaði stuttum gamansögum og gaf út í 25 heftum (Íslensk fyndni 1933–1961).

Ritstjóri: Vísir (1914–1915).

Æviágripi síðast breytt 2. september 2015.

Áskriftir