Gísli Guðmundsson

Gísli Guðmundsson

Þingseta

Alþingismaður Norður-Þingeyinga 1934–1945 og 1949–1959, alþingismaður Norðurlands eystra 1959–1973 (Framsóknarflokkur). Sagði af sér þingmennsku 1945 vegna veikinda.

Minningarorð
Raddsýnishorn

Æviágrip

Fæddur á Hóli á Langanesi 2. desember 1903, dáinn 4. nóvember 1973. Foreldrar: Guðmundur Gunnarsson (fæddur 10. maí 1873, dáinn 6. september 1942) bóndi þar og kona hans Kristín Gísladóttir (fædd 20. júní 1875, dáin 10. mars 1955) húsmóðir. Maki (28. september 1935): Margrét Árnadóttir (fædd 28. september 1904, dáin 2. nóvember 1988) húsmóðir. Foreldrar: Árni Davíðsson og kona hans Arnbjörg Jóhannesdóttir. Dóttir: Kristín (1936).

Stúdentspróf MR 1926. Stundaði nám í íslenskum fræðum við Háskóla Íslands 1926–1929. Námsferð um Þýskaland, Sviss og Ítalíu sumarið 1929.

Hafði á höndum kennslu barna og unglinga á Langanesi öðru hverju 1921– 1925. Stundakennari við Samvinnuskólann 1928–1929 og 1930–1934, skólastjóri í forföllum 1930–1931. Innanþingsskrifari við Alþingi 1928–1929. Ritstjóri í Reykjavík 1929–1940. Stundaði síðan ýmis ritstörf.

Átti sæti í vinnulöggjafarnefnd 1936–1938. Í bankaráði Útvegsbankans frá 1936 til æviloka. Skipaður 1937 í milliþinganefnd um arðskiptifyrirkomulag í atvinnurekstri. Í stjórn skuldaskilasjóðs útvegsmanna 1949–1951. Endurskoðandi byggingarsjóðs kaupstaða og kauptúna 1950–1957. Í bankamálanefnd 1951–1954. Í fjárhagsráði 1952–1953. Gæslustjóri Söfnunarsjóðs 1952–1955. Í endurskoðunarnefnd laga um almannatryggingar og byggðajafnvægisnefnd 1954–1956. Í atvinnutækjanefnd 1956–1961. Forseti Rímnafélagsins 1961–1965.

Alþingismaður Norður-Þingeyinga 1934–1945 og 1949–1959, alþingismaður Norðurlands eystra 1959–1973 (Framsóknarflokkur). Sagði af sér þingmennsku 1945 vegna veikinda.

Samdi rit um samvinnumál og átthaga sína.

Ritstjóri: Ingólfur (1929–1930). Tíminn (1930–1940). Nýja dagblaðið (1934–1936).

Æviágripi síðast breytt 25. ágúst 2020.

Áskriftir