Höskuldur Þórhallsson

Höskuldur Þórhallsson

Þingseta

Alþingismaður Norðausturkjördæmis 2007–2016 (Framsóknarflokkur).

Æviágrip

Fæddur á Akureyri 8. maí 1973. Foreldrar: Þórhallur Höskuldsson (fæddur 16. nóvember 1942, dáinn 7. október 1995) sóknarprestur á Möðruvöllum í Hörgárdal og síðar á Akureyri og Þóra Steinunn Gísladóttir (fædd 1. desember 1941) sérkennari á Akureyri. Maki: Þórey Árnadóttir (fædd 29. maí 1975) viðskiptafræðingur. Foreldrar: Árni Björn Árnason og Þórey Aðalsteinsdóttir. Börn: Steinunn Glóey (2003), Fanney Björg (2006), Þórhallur Árni (2008).

Stúdentspróf VMA 1995. Nám í viðskipta- og stjórnmálafræði við HÍ jafnhliða námi í lögfræði. Nám í Evrópurétti og alþjóðlegum einkamálarétti við Lundarháskóla í Svíþjóð 2001. Lögfræðipróf HÍ 2003. Hdl. 2005.

Aðstoðarmaður dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur 2003–2005. Lögmaður á Mörkinni lögmannsstofu hf. 2005–2007. Stundakennari í viðskiptarétti við Háskólann í Reykjavík 2005–2007.

Kosningastjóri Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi 2003. Í stjórn Stéttarfélags lögfræðinga 2004–2006. Í Þingvallanefnd 2008–2009.

Alþingismaður Norðausturkjördæmis 2007–2016 (Framsóknarflokkur).

Menntamálanefnd 2007–2009, umhverfisnefnd 2007–2008, viðskiptanefnd 2007–2009, fjárlaganefnd 2009–2013, saksóknarnefnd 2010–2012, kjörbréfanefnd 2013, umhverfis- og samgöngunefnd 2013–2016 (formaður), þingskapanefnd 2013–2016, stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd 2015–2016.

Íslandsdeild Norðurlandaráðs 2013–2016 (formaður).

Æviágripi síðast breytt 31. október 2016.

Áskriftir