Halldór E Sigurðsson

Halldór E Sigurðsson

Þingseta

Alþingismaður Mýramanna 1956–1959, alþingismaður Vesturlands 1959–1979 (Framsóknarflokkur).

Fjármála- og landbúnaðarráðherra 1971–1974, landbúnaðar- og samgönguráðherra 1974–1978.

Formaður þingflokks Framsóknarflokksins 1978–1979.

Minningarorð
Raddsýnishorn

Æviágrip

Fæddur á Haukabrekku í Fróðárhreppi 9. september 1915, dáinn 25. maí 2003. Foreldrar: Sigurður Eggertsson (fæddur 21. september 1876, dáinn 6. júní 1922) bóndi og skipstjóri í Suður-Bár í Eyrarsveit og kona hans Ingibjörg Pétursdóttir (fædd 6. janúar 1887, dáin 9. ágúst 1959) húsmóðir. Bróðir Margrétar Sigurðardóttur varaþingmanns. Maki (4. september 1941): Margrét Gísladóttir (fædd 5. júlí 1916, dáin 9. nóvember 2004) vefnaðarkennari. Foreldrar: Gísli Pálmason og kona hans Sigurbjörg Vilhjálmsdóttir. Börn: Gísli Vilhjálmur (1943), Sigurður Ingi (1952), Sigurbjörg Guðrún (1955).

Héraðsskólapróf Reykholti 1937. Búfræðipróf Hvanneyri 1938. Óreglulegur nemandi í Samvinnuskólanum hluta úr vetri.

Bóndi að Staðarfelli í Dalasýslu 1937–1955. Sveitarstjóri í Borgarnesi 1955–1969. Skipaður 14. júlí 1971 fjármála- og landbúnaðarráðherra, lausn 2. júlí 1974, en gegndi störfum til 28. ágúst. Skipaður 28. ágúst 1974 landbúnaðar- og samgönguráðherra, lausn 27. júní 1978, en gegndi störfum til 1. september. Starfsmaður í Búnaðarbanka Íslands 1980–1984.

Formaður Ungmennasambands Dalamanna 1944–1951. Formaður Fóðurbirgðafélags Fellsstrandar 1940–1955. Í hreppsnefnd Fellsstrandarhrepps 1942–1955. Formaður skólanefndar Húsmæðraskólans á Staðarfelli 1946–1955. Formaður skólanefndar Fellsstrandar- og Klofningsskólahverfis 1946–1955. Formaður Búnaðarfélags Fellsstrandar 1952–1955. Í miðstjórn Framsóknarflokksins 1953–1979. Í stjórn landshafnar í Rifi á Snæfellsnesi 1960–1971. Í úthlutunarnefnd atvinnuaukningarfjár 1960–1961 og í vinnutímanefnd 1961. Í stjórn Atvinnubótasjóðs, síðar Atvinnujöfnunarsjóðs 1962–1971. Í hreppsnefnd Borgarneshrepps 1962–1970. Formaður Búnaðarsambands Borgarfjarðar 1962–1971. Endurskoðandi Samvinnubankans 1963–1971. Yfirskoðunarmaður ríkisreikninga 1964–1971. Kosinn 1973 í neyðarráðstafananefnd vegna eldgossins á Heimaey. Skipaður 1979 formaður nefndar til að endurskoða ákvæði laga um skyldur ríkissjóðs til fjárframlaga til sjóða og einstakra verkefna, nefndin lauk störfum 1980. Í nefnd til að endurskoða lög um almannatryggingar 1979.

Alþingismaður Mýramanna 1956–1959, alþingismaður Vesturlands 1959–1979 (Framsóknarflokkur).

Fjármála- og landbúnaðarráðherra 1971–1974, landbúnaðar- og samgönguráðherra 1974–1978.

Formaður þingflokks Framsóknarflokksins 1978–1979.

Gaf út ævisögu í tveimur bindum: Í fóstri hjá Jónasi (1985) og Bilin á að brúa (1986).

Æviágripi síðast breytt 4. nóvember 2019.

Áskriftir