Hjörtur Snorrason

Hjörtur Snorrason

Þingseta

Alþingismaður Borgfirðinga 1914–1915, landskjörinn alþingismaður 1916–1925 (Sjálfstæðisflokkurinn þversum, Sjálfstæðisflokkurinn eldri).

Æviágrip

Fæddur í Magnússkógum í Hvammssveit 29. september 1859, dáinn 1. ágúst 1925. Foreldrar: Snorri Jónsson (fæddur 28. október 1830, dáinn 6. maí 1893) bóndi þar og kona hans María Magnúsdóttir (fædd 11. júlí 1828, dáin 12. apríl 1894) húsmóðir. Maki (19. september 1900): Ragnheiður Torfadóttir (fædd 17. júní 1873, dáin 27. desember 1953) húsmóðir. Foreldrar: Torfi Bjarnason og kona hans Guðlaug Zakaríasdóttir. Synir: Torfi (1902), Snorri (1906), Ásgeir (1910).

Búfræðipróf Ólafsdal 1887.

Jarðyrkjustörf í Dölum 1887–1892. Kennari við búnaðarskólann í Ólafsdal 1892–1894. Skólastjóri búnaðarskólans á Hvanneyri 1894–1907, kennari þar 1907–1911. Bóndi á Ytri-Skeljabrekku í Andakíl 1907–1915, í Arnarholti í Stafholtstungum frá 1915 til æviloka.

Yfirskoðunarmaður ríkisreikninga 1923–1924.

Alþingismaður Borgfirðinga 1914–1915, landskjörinn alþingismaður 1916–1925 (Sjálfstæðisflokkurinn þversum, Sjálfstæðisflokkurinn eldri).

Æviágripi síðast breytt 9. október 2015.

Áskriftir