Ingiberg Jónas Hannesson

Ingiberg Jónas Hannesson

Þingseta

Alþingismaður Vesturlands 1977–1978 (Sjálfstæðisflokkur).

Landskjörinn varaþingmaður (Vesturlands) apríl–maí 1975, varaþingmaður Vesturlands febrúar–mars 1976 og mars–maí 1977.

Minningarorð
Raddsýnishorn

Æviágrip

Fæddur í Hnífsdal við Ísafjarðardjúp 9. mars 1935, dáinn 7. apríl 2019. Foreldrar: Hannes Guðjónsson (fæddur 19. apríl 1898, dáinn 1. febrúar 1977) sjómaður þar og kona hans Þorsteina Guðjónsdóttir (fædd 30. október 1907, dáin 10. apríl 1991) húsmóðir, föðursystir Jónu Valgerðar Kristjánsdóttur alþingismanns og Guðjóns Arnars Kristjánssonar varaþingmanns. Maki (7. september 1957): Helga Steinarsdóttir (fædd 20. maí 1934) húsmóðir. Foreldrar: Steinar Steinsson og kona hans Elísabet Halldórsdóttir. Börn: Birkir (1954), Þorsteinn Hannes (1960), Bragi Jóhann (1961), Sólrún Helga (1977).

Stúdentspróf Laugarvatni 1955. Guðfræðipróf HÍ 1960.

Prestur í Staðarhólsþingum frá 1960 til 1970 þegar þau voru sameinuð breyttu Hvammsprestakalli sem hann gegndi til starfsloka 2005. Prófastur í Dalaprófastsdæmi 1969–1971 og prófastur í Snæfellsnes- og Dalaprófastsdæmi frá 1976–2005. Fréttaritari Morgunblaðsins 1970–1994.

Formaður Bræðralags, kristilegs félags stúdenta, 1957–1958. Formaður skólanefndar Saurbæjarhrepps 1960–1962. Formaður barnaverndarnefndar Saurbæjarhrepps 1962–1990. Formaður áfengisvarnanefndar Saurbæjarhrepps frá 1964 og formaður Félags áfengisvarnanefnda í Dala- og Austur-Barðastrandarsýslu frá 1970. Formaður Veiðifélagsins Laxins 1964–1994 og stjórnarformaður Dalalax 1983–1994. Endurskoðandi Kaupfélags Saurbæinga 1964–1991. Formaður skólanefndar Laugaskóla frá 1965 og formaður framkvæmdanefndar Laugaskóla 1966–1991. Í fræðsluráði Vesturlands 1974–1978. Í þjóðhátíðarnefnd Dalasýslu 1974 og í stjórn Hallgrímsdeildar Prestafélags Íslands 1977–1989. Sat allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna 1978 og 1984.

Alþingismaður Vesturlands 1977–1978 (Sjálfstæðisflokkur).

Landskjörinn varaþingmaður (Vesturlands) apríl–maí 1975, varaþingmaður Vesturlands febrúar–mars 1976 og mars–maí 1977.

Æviágripi síðast breytt 18. nóvember 2019.

Áskriftir