Jóhann Ársælsson

Jóhann Ársælsson

Þingseta

Alþingismaður Vesturlands 1991–1995 (Alþýðubandalag) og 1999–2003 (Samfylkingin), alþingismaður Norðvesturkjördæmis 2003–2007.

Varaþingmaður Vesturlands október 1984 (Alþýðubandalag).

Raddsýnishorn

Æviágrip

Fæddur í Ólafsvík 7. desember 1943. Foreldrar: Ársæll Jónsson (fæddur 25. september 1918, dáinn 12. ágúst 1996) frá Arnarstapa, vitavörður og bóndi, síðan hafnarstjóri í Rifi og kona hans Anna Sigrún Jóhannsdóttir (fædd 3. júní 1919, dáin 26. maí 2000) húsmóðir. Maki (27. maí 1966): Guðbjörg Róbertsdóttir (fædd 10. júlí 1944) skólaritari. Foreldrar: Róbert E. Duplease og Þorgerður Jóna Oddsdóttir. Börn: Ársæll (1966), Ægir (1968), Kári (1970), Gerður Jóhanna (1976).

Nám í skipasmíði 1961–1965, skipasmíðameistari 1965.

Framkvæmdastjóri Bátastöðvarinnar Knarrar á Akranesi 1974–1991 og 1995–1999.

Bæjarfulltrúi á Akranesi 1974–1982 og 1986–1990. Í stjórn Sementsverksmiðju ríkisins 1977–1981. Í stjórn HAB 1979–1987. Í miðstjórn Alþýðubandalagsins síðan 1987. Í stjórn Síldarverksmiðja ríkisins 1992–1993. Í bankaráði Landsbankans 1995–1998.

Alþingismaður Vesturlands 1991–1995 (Alþýðubandalag) og 1999–2003 (Samfylkingin), alþingismaður Norðvesturkjördæmis 2003–2007.

Varaþingmaður Vesturlands október 1984 (Alþýðubandalag).

Sjávarútvegsnefnd 1991–1995 og 1999–2007, samgöngunefnd 1991–1995 og 2003–2004, umhverfisnefnd 2000–2003, sérnefnd um stjórnarskrármál 1999 og 2000–2002, kjörbréfanefnd 2003–2007, iðnaðarnefnd 2004–2007, landbúnaðarnefnd 2006–2007.

Æviágripi síðast breytt 15. nóvember 2019.

Upplýsingar um nefndarstörf ná aftur til ársins 1991 (115. löggjafarþing). Sjá annars nefndasetur

Áskriftir