Jóhanna María Sigmundsdóttir

Jóhanna María Sigmundsdóttir

Þingseta

Alþingismaður Norðvesturkjördæmis 2013–2016 (Framsóknarflokkur).

Æviágrip

Fædd í Reykjavík 28. júní 1991. Foreldrar: Sigmundur Hagalín Sigmundsson (fæddur 2. desember 1958) bóndi á Látrum og Jóhanna María Karlsdóttir (fædd 12. nóvember 1958) húsmóðir á Látrum.

Búfræðipróf Hvanneyri 2012.

Bóndi á Mið-Görðum.

Í stjórn Málfundafélagsins Gróu FB 2009–2010. Í hagsmunaráði búfræðinema við LbhÍ 2011–2012. Í stjórn Félags ungra bænda á Vesturlandi og Vestfjörðum 2012–2013. Í stjórn Samtaka ungra bænda 2012–2013, formaður 2013–2014. Varaformaður Sambands ungra framsóknarmanna 2013–2014.

Alþingismaður Norðvesturkjördæmis 2013–2016 (Framsóknarflokkur).

Allsherjar- og menntamálanefnd 2013–2016.

Íslandsdeild Norðurlandaráðs 2013–2015.

Æviágripi síðast breytt 31. október 2016.

Áskriftir