Jón Auðunn Jónsson

Jón Auðunn Jónsson

Þingseta

Alþingismaður Ísafjarðar 1919–1923, alþingismaður Norður-Ísfirðinga 1923–1933 og 1934–1937 (Heimastjórnarflokkurinn, Utanflokkabandalagið, Sparnaðarbandalagið, Borgaraflokkurinn eldri, Íhaldsflokkurinn, Sjálfstæðisflokkur).

1. varaforseti neðri deildar 1924.

Minningarorð

Æviágrip

Fæddur á Garðsstöðum í Ögurhreppi 17. júlí 1878, dáinn 6. júní 1953. Foreldrar: Jón Einarsson (fæddur 1848, dáinn 27. desember 1899) bóndi þar og kona hans Sigríður Jónsdóttir (fædd 21. mars 1852, dáin 18. júní 1900) húsmóðir, föðursystir Jóns Baldvinssonar alþingismanns. Faðir Auðar Auðuns alþingismanns og ráðherra. Maki (29. ágúst 1900): Margrét Guðrún Jónsdóttir (fædd 27. apríl 1872, dáin 12. mars 1963) húsmóðir. Foreldrar: Jón Jónsson og kona hans Sigríður Snorradóttir. Börn: Sigríður Auðuns (1904), Jón Auðuns (1905), Árni Auðuns (1906), Auður Auðuns (1911).

Bóndi á Garðsstöðum 1901–1904 og hreppstjóri í Ögurhreppi þau ár. Yfirfiskmatsmaður fyrir Vestfirði búsettur á Ísafirði 1904–1909. Bókari við útibú Landsbankans á Ísafirði 1905–1914, útibússtjóri 1914–1923. Útgerðarmaður og jafnframt framkvæmdastjóri ýmissa fyrirtækja á Ísafirði 1923–1947. Bæjarstjóri á Ísafirði 1934.

Norskur vararæðismaður á Ísafirði um alllangt skeið. Bæjarfulltrúi á Ísafirði 1916–1920 og 1938–1942. Formaður yfirfasteignamatsnefndar 1919. Kosinn 1932 í milliþinganefnd í sjávarútvegsmálum. Fluttist til Reykjavíkur 1947.

Alþingismaður Ísafjarðar 1919–1923, alþingismaður Norður-Ísfirðinga 1923–1933 og 1934–1937 (Heimastjórnarflokkurinn, Utanflokkabandalagið, Sparnaðarbandalagið, Borgaraflokkurinn eldri, Íhaldsflokkurinn, Sjálfstæðisflokkur).

1. varaforseti neðri deildar 1924.

Æviágripi síðast breytt 1. apríl 2016.

Áskriftir