Jónas Árnason

Jónas Árnason

Þingseta

Landskjörinn alþingismaður (Seyðfirðinga) 1949–1953 (Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn) og (Vesturlands) 1967–1971, alþingismaður Vesturlands 1971–1979 (Alþýðubandalag).

Landskjörinn varaþingmaður (Suður-Þingeyinga) apríl 1959.

Minningarorð
Raddsýnishorn

Æviágrip

Fæddur á Vopnafirði 28. maí 1923, dáinn 5. apríl 1998. Foreldrar: Árni Jónsson frá Múla (fæddur 24. ágúst 1891, dáinn 2. apríl 1947) alþingismaður og kona hans Ragnheiður Jónasdóttir (fædd 16. nóvember 1892, dáin 27. nóvember 1957) húsmóðir. Tengdafaðir Unnars Þórs Böðvarssonar varaþingmanns. Maki (28. febrúar 1948): Guðrún Jónsdóttir (fædd 22. september 1923, dáin 25. júlí 1997) húsmóðir. Foreldrar: Jón Bjarnason, móðurbróðir Jónasar G. Rafnars alþingismanns, og kona hans Anna Þorgrímsdóttir, dóttir Þorgríms Þórðarsonar alþingismanns. Börn: Jón Bjarnason (1945), Ingunn Anna (1948), Ragnheiður (1950), Birna Jóhanna (1956), Árni Múli (1959).

Stúdentspróf MR 1942. Nám í BA-deild Háskóla Íslands 1942–1943, nám í blaðamennsku 1943–1944 við American University í Washington og University of Minnesota í Minneapolis í Bandaríkjunum.

Blaðamaður við Fálkann 1944–1946, við Þjóðviljann 1946–1952, jafnframt ritstjóri Landnemans 1947–1952. Sjómaður 1953–1954. Kennari við Gagnfræðaskólann í Neskaupstað 1954–1957, við Flensborgarskólann í Hafnarfirði 1957–1958, 1960–1964 og 1981–1985 og við Gagnfræðaskóla Vesturbæjar í Reykjavík 1958–1960. Kennari við Héraðsskólann í Reykholti 1964–1967, 1980 og 1985–1987.

Fulltrúi á þingi Evrópuráðsins 1973–1979. Fulltrúi fyrir Norðurlönd í Alþjóðlega áhugaleikhúsráðinu (IATA/AITA) 1973–1979. Sat á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 1968, 1971, 1972 og 1973.

Landskjörinn alþingismaður (Seyðfirðinga) 1949–1953 (Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn) og (Vesturlands) 1967–1971, alþingismaður Vesturlands 1971–1979 (Alþýðubandalag).

Landskjörinn varaþingmaður (Suður-Þingeyinga) apríl 1959.

Hefur samið sögur, frásagnir og leikrit (flutt í útvarpi og sýnd víða á leiksviði) og ort ljóð.

Æviágripi síðast breytt 27. febrúar 2020.

Áskriftir