Jón Jónsson

Jón Jónsson

Þingseta

Alþingismaður Norður-Múlasýslu 1908–1911 og 1914–1919 (Sjálfstæðisflokkurinn eldri, Bændaflokkurinn eldri, Framsóknarflokkur, Sjálfstæðisflokkurinn eldri).

Minningarorð

Æviágrip

Fæddur á Ekkjufelli í Fellum 19. janúar 1871, dáinn 31. október 1960. Foreldrar: Jón Jónsson (fæddur 6. nóvember 1848, dáinn 12. maí 1903) síðar bóndi á Fossvöllum og Ingunn Einarsdóttir (fædd 1846, dáin 20. janúar 1888) húsmóðir. Hálfbróðir Guðmundar föðurafa og Björns móðurafa Arnbjargar Sveinsdóttur alþingismanns og hálfbróðir Aðalsteins tengdaföður Svövu Jakobsdóttur alþingismanns og afa Hrafnkels A. Jónssonar varaþingmanns, þeir allir Jónssynir. Maki (23. ágúst 1899): Gunnþórunn Kristjánsdóttir (fædd 15. ágúst 1873, dáin 16. júní 1942) húsmóðir. Foreldrar: Kristján Jóhannsson Kröyer og kona hans Elín Margrét Þorgrímsdóttir. Börn: Kristín (1900), Einar (1901), Benedikt (1903), Jón (1910), Halldór (1914), Elín (1915).

Gagnfræðapróf Möðruvöllum 1898.

Bóndi á Hvanná 1899–1933, lét þá af búskap, en dvaldist þar áfram hjá sonum sínum til æviloka.

Oddviti Jökuldalshrepps 1904–1954. Sýslunefndarmaður 1904–1954.

Alþingismaður Norður-Múlasýslu 1908–1911 og 1914–1919 (Sjálfstæðisflokkurinn eldri, Bændaflokkurinn eldri, Framsóknarflokkur, Sjálfstæðisflokkurinn eldri).

Æviágripi síðast breytt 8. apríl 2016.

Áskriftir