Kristín Ástgeirsdóttir

Kristín Ástgeirsdóttir

Þingseta

Alþingismaður Reykvíkinga 1991–1999 (Samtök um kvennalista, utan flokka, þingflokkur óháðra).

Varaþingmaður Reykvíkinga nóvember–desember 1984, maí–júní 1985, landskjörinn varaþingmaður (Reykvíkinga) nóvember–desember 1986.

Formaður þingflokks Samtaka um kvennalista 1992–1993, 1995 og 1997.

Raddsýnishorn

Æviágrip

Fædd í Vestmannaeyjum 3. maí 1951. Foreldrar: Ástgeir Ólafsson (fæddur 27. febrúar 1914, dáinn 1. maí 1985) rithöfundur (Ási í Bæ) og kona hans Friðmey Eyjólfsdóttir (fædd 14. nóvember 1923) hjúkrunarfræðingur.

Stúdentspróf MH 1971. Háskólanám í Svíþjóð 1971–1972. BA-próf í sagnfræði og bókmenntum HÍ 1977. Framhaldsnám í sagnfræði við Háskóla Íslands og Hafnarháskóla.

Blaðamaður við Þjóðviljann 1980–1981. Þjóðháttarannsóknir og störf á vegum Samtaka um kvennalista 1982–1985. Kennari í sögu við Kvennaskólann í Reykjavík 1985–1991. Stundaði einnig kvennarannsóknir 1985–1992.

Í Rauðsokkahreyfingunni 1976–1981. Meðal stofnenda Kvennaframboðsins í Reykjavík 1982 og Samtaka um kvennalista 1983. Í stjórn Borgarbókasafns Reykjavíkur 1982–1986. Í miðstjórn Friðarhreyfingar íslenskra kvenna 1985–1987. Í stjórn Verkamannabústaða í Reykjavík 1986–1988. Í sögunefnd Reykjavíkur frá 1986. Í nefnd til að minnast 80 ára kosningarréttar kvenna til sveitarstjórna í Reykjavík 1988. Í nefnd um húsbréfakerfið 1988–1989. Í nefnd um endurskoðun á félagslega húsnæðiskerfinu 1989–1990. Í stjórn Félags áhugamanna um verkalýðssögu frá 1988. Í stjórn Félags sögukennara 1989–1991. Formaður Átthagafélags Vestmannaeyinga á höfuðborgarsvæðinu frá 1994. Fulltrúi Íslands á þingi Evrópuráðsins 1991–1995. Í Vestnorræna þingmannaráðinu 1995. Í þingmannanefnd EFTA/EES 1995.

Alþingismaður Reykvíkinga 1991–1999 (Samtök um kvennalista, utan flokka, þingflokkur óháðra).

Varaþingmaður Reykvíkinga nóvember–desember 1984, maí–júní 1985, landskjörinn varaþingmaður (Reykvíkinga) nóvember–desember 1986.

Formaður þingflokks Samtaka um kvennalista 1992–1993, 1995 og 1997.

Æviágripi síðast breytt 20. febrúar 2020.

Áskriftir