Kristinn Daníelsson

Kristinn Daníelsson

Þingseta

Alþingismaður Vestur-Ísfirðinga 1908–1911, alþingismaður Gullbringu- og Kjósarsýslu 1913–1919 (Sjálfstæðisflokkurinn eldri, Sjálfstæðisflokkurinn þversum).

Forseti sameinaðs þings 1914–1917.

Minningarorð

Æviágrip

Fæddur á Hrafnagili í Eyjafirði 18. febrúar 1861, dáinn 10. júlí 1953. Foreldrar: Daníel Halldórsson (fæddur 20. ágúst 1820, dáinn 10. september 1908) prestur þar og kona hans Jakobína Soffía Magnúsdóttir (fædd 20. mars 1830, dáin 6. september 1914) húsmóðir. Maki (29. júlí 1886): Ida Halldóra Júlía Halldórsdóttir (fædd 2. júní 1859, dáin 12. október 1909) húsmóðir. Foreldrar: Halldór Kr. Friðriksson alþingismaður og yfirkennari og kona hans Charlotte Caroline Leopoldine, fædd Degen. Börn: Daníel (1888), Halldór (1889), Sigríður (1891), Knútur (1894), Magnús (1899).

Stúdentspróf Lsk. 1882. Guðfræðipróf Prestaskólanum 1884.

Prestur á Söndum í Dýrafirði 1884–1903, Útskálum 1903–1916. Prófastur í Kjalarnesprófastsdæmi 1912–1916. Fluttist til Reykjavíkur í fardögum 1916 og dvaldist þar til æviloka. Fulltrúi í endurskoðunardeild Landsbankans í Reykjavík 1916–1930.

Sýslunefndarmaður í Vestur-Ísafjarðarsýslu 1897–1903 og í Gullbringu- og Kjósarsýslu 1905–1919. Amtsráðsmaður í vesturamtinu 1897–1903. Yfirskoðunarmaður landsreikninganna 1918–1921. Forseti Sálarrannsóknarfélags Íslands 1938–1939.

Alþingismaður Vestur-Ísfirðinga 1908–1911, alþingismaður Gullbringu- og Kjósarsýslu 1913–1919 (Sjálfstæðisflokkurinn eldri, Sjálfstæðisflokkurinn þversum).

Forseti sameinaðs þings 1914–1917.

Ritstjóri: Morgunn (1938–1939).

Æviágripi síðast breytt 19. febrúar 2016.

Áskriftir