Kristján Jónsson

Kristján Jónsson

Þingseta

Konungkjörinn alþingismaður 1893–1905, alþingismaður Borgfirðinga 1908–1913 (Framfaraflokkurinn, Framsóknarflokkurinn eldri, Sjálfstæðisflokkurinn eldri, utan flokka).

Ráðherra Íslands 1911–1912.

Forseti efri deildar 1909. Varaforseti efri deildar 1901.

Æviágrip

Fæddur á Gautlöndum við Mývatn 4. mars 1852, dáinn 2. júlí 1926. Foreldrar: Jón Sigurðsson (fæddur 11. maí 1828, dáinn 26. júní 1889) alþingismaður og kona hans Solveig Jónsdóttir (fædd 16. september 1828, dáin 17. ágúst 1889) húsmóðir. Bróðir Péturs alþingismanns og ráðherra og Steingríms alþingismanns Jónssona. Tengdafaðir Sigurðar Eggerz alþingismanns og ráðherra. Maki (22. október 1880): Anna Þórarinsdóttir (fædd 30. júlí 1852, dáin 2. desember 1921) húsmóðir. Foreldrar: Þórarinn Böðvarsson alþingismaður og kona hans Þórunn Jónsdóttir. Börn: Þórunn Solveig (1881), Böðvar Þórarinn (1883), Jón (1885), Þórarinn (1886) Solveig (1887), Halldór (1888), Elísabet Lára (1890), Ása (1892).

Stúdentspróf Lsk. 1870. Lögfræðipróf Hafnarháskóla 1875.

Landfógetaskrifari 1876–1877. Sýslumaður í Gullbringu- og Kjósarsýslu 1878–1886. Yfirdómari og dómsmálaritari í landsyfirrétti 1886, 1. yfirdómari 1889, háyfirdómari 1908–1911. Jafnframt settur amtmaður í suður- og vesturamtinu 1891–1894. Skipaður 14. mars 1911 ráðherra Íslands, lausn 24. júlí 1912. Skipaður 1912 dómstjóri að nýju. Skipaður 1. des. 1919 dómstjóri í Hæstarétti.

Skrifstofustjóri Alþingis 1877, 1887 og 1891. Kennari í kirkjurétti við Prestaskólann 1889–1908. Gæslustjóri Landsbankans 1898–1909. Í bæjarstjórn Reykjavíkur 1903–1910. Settur bankastjóri Íslandsbanka 1912–1914. Endurskoðandi landsreikninganna 1889–1895. Skipaður 1904 formaður milliþinganefndar í kirkjumálum, en sagði því starfi af sér 1905. Endurskoðandi Íslandsbanka 1915–1920.

Konungkjörinn alþingismaður 1893–1905, alþingismaður Borgfirðinga 1908–1913 (Framfaraflokkurinn, Framsóknarflokkurinn eldri, Sjálfstæðisflokkurinn eldri, utan flokka).

Ráðherra Íslands 1911–1912.

Forseti efri deildar 1909. Varaforseti efri deildar 1901.

Æviágripi síðast breytt 24. febrúar 2016.

Áskriftir