Lúðvík Bergvinsson

Lúðvík Bergvinsson

Þingseta

Alþingismaður Suðurlands 1995–2003 (Alþýðuflokkur, þingflokkur jafnaðarmanna, Samfylkingin), alþingismaður Suðurkjördæmis 2003–2009 (Samfylkingin).

Formaður þingflokks Samfylkingarinnar 2007–2009.

Raddsýnishorn

Æviágrip

Fæddur í Kópavogi 29. apríl 1964. Foreldrar: Bergvin Oddsson (fæddur 22. apríl 1943) skipstjóri og kona hans María Friðriksdóttir (fædd 1. mars 1943). Bróðursonur Guðmundar Oddssonar varaþingmanns. Maki: Þóra Gunnarsdóttir (fædd 16. mars 1965). Börn: Jóhanna Lea (2002), Bjarni Þór (2004).

Skipstjórnarréttindi á 30 tonna skip 1980. Stúdentspróf Fjölbrautaskólanum á Akranesi 1985. Lögfræðipróf HÍ 1991.

Fulltrúi bæjarfógeta, síðar sýslumanns, í Vestmannaeyjum 1991–1994, deildarstjóri hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins um sex mánaða skeið 1993–1994. Yfirlögfræðingur í umhverfisráðuneytinu 1994–1995. Í bæjarstjórn Vestmannaeyja 2002–2006.

Lék með meistaraflokki ÍBV, ÍA, Leifturs og ÍK 1983–1991. Í auðlindanefnd forsætisráðherra 1998–2000. Í Þingvallanefnd 2008–2009.

Alþingismaður Suðurlands 1995–2003 (Alþýðuflokkur, þingflokkur jafnaðarmanna, Samfylkingin), alþingismaður Suðurkjördæmis 2003–2009 (Samfylkingin).

Formaður þingflokks Samfylkingarinnar 2007–2009.

Menntamálanefnd 1995–1996, landbúnaðarnefnd 1995–1999 og 2003–2005, sérnefnd um stjórnarskrármál 1995–1996, 2007, 2009 (fyrri), sérnefnd um stjórnarskrármál (seinni) 2009, sjávarútvegsnefnd 1996–1999, samgöngunefnd 1999–2003, allsherjarnefnd 1999–2003, efnahags- og viðskiptanefnd 2003–2007, kjörbréfanefnd 2003–2009, félagsmálanefnd 2005–2007, efnahags- og skattanefnd 2007–2009, utanríkismálanefnd 2007–2009, viðskiptanefnd 2009.

Íslandsdeild VES-þingsins 1999–2003, Íslandsdeild þingmannanefndar EFTA 2003–2007.

Æviágripi síðast breytt 1. febrúar 2022.

Áskriftir