Lúðvík Jósepsson

Lúðvík Jósepsson

Þingseta

Landskjörinn alþingismaður (Suður-Múlasýslu) 1942–1946, 1949–1956 og 1959, alþingismaður Suður-Múlasýslu 1946–1949 og 1956–1959, alþingismaður Austurlands 1959–1979 (Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn, Alþýðubandalag).

Sjávarútvegs- og viðskiptamálaráðherra 1956–1958, sjávarútvegs- og viðskiptaráðherra 1971–1974.

Formaður þingflokks Alþýðubandalagsins 1961–1971 og 1975–1979.

Minningarorð
Raddsýnishorn

Æviágrip

Fæddur í Nesi í Norðfirði 16. júní 1914, dáinn 18. nóvember 1994. Foreldrar: Benedikt Jósep Gestsson (fæddur 13. október 1894, dáinn 22. mars 1969) sjómaður þar og Þórstína Elísa Þorsteinsdóttir (fædd 28. ágúst 1880, dáin 1. ágúst 1944) húsmóðir. Maki (28. ágúst 1936): Fjóla Steinsdóttir (fædd 15. október 1916, dáin 12. desember 1997) húsmóðir. Foreldrar: Steinn Snorrason og kona hans Steinunn Ísaksdóttir. Sonur: Steinar (1936).

Gagnfræðapróf Akureyri 1933.

Kennari við Gagnfræðaskólann í Neskaupstað 1934–1943. Starfaði að útgerð þar 1944–1948. Forstjóri Bæjarútgerðar Neskaupstaðar 1948–1952. Skipaður 24. júlí 1956 sjávarútvegs- og viðskiptamálaráðherra, lausn 4. desember 1958, en gegndi störfum til 23. desember. Skipaður 14. júlí 1971 sjávarútvegs- og viðskiptaráðherra, lausn 2. júlí 1974, en gegndi störfum til 28. ágúst.

Bæjarfulltrúi í Neskaupstað 1938–1970, forseti bæjarstjórnar 1942–1943 og 1946–1956. Í milliþinganefnd í sjávarútvegsmálum 1942. Í stjórn Fiskimálasjóðs 1947–1953 og í bankaráði Útvegsbanka Íslands 1957–1971. Kosinn 1954 í togaranefnd og 1956 í milliþinganefnd í sjávarútvegsmálum. Fulltrúi á Genfar-ráðstefnu um réttarreglur á hafinu 1958, 1960 og 1975–1982. Sat þing Alþjóðaþingmannasambandsins 1963 og 1976–1978. Kosinn 1966 í endurskoðunarnefnd laga um þingsköp Alþingis. Í stjórn Framkvæmdasjóðs 1966–1968. Í stjórn Atvinnujöfnunarsjóðs 1971–1972. Kosinn 1973 í neyðarráðstafananefnd vegna eldgossins á Heimaey. Sat á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 1969. Formaður Alþýðubandalagsins 1977–1980. Í bankaráði Landsbanka Íslands frá 1980 til æviloka.

Landskjörinn alþingismaður (Suður-Múlasýslu) 1942–1946, 1949–1956 og 1959, alþingismaður Suður-Múlasýslu 1946–1949 og 1956–1959, alþingismaður Austurlands 1959–1979 (Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn, Alþýðubandalag).

Sjávarútvegs- og viðskiptamálaráðherra 1956–1958, sjávarútvegs- og viðskiptaráðherra 1971–1974.

Formaður þingflokks Alþýðubandalagsins 1961–1971 og 1975–1979.

Ritaði auk fjölda blaðagreina bókina: Landhelgismálið í 40 ár (1989).

Æviágripi síðast breytt 5. febrúar 2020.

Áskriftir