Magnús Kristjánsson

Magnús Kristjánsson

Þingseta

Alþingismaður Akureyrar 1905–1908 og 1913–1923, landskjörinn alþingismaður 1926–1928 (Heimastjórnarflokkurinn, Sambandsflokkurinn, Heimastjórnarflokkurinn, Framsóknarflokkur).

Fjármálaráherra 1927–1928.

Forseti sameinaðs þings 1922 og 1923. 2. varaforseti efri deildar 1917.

Æviágrip

Fæddur á Akureyri 18. apríl 1862, dáinn 8. desember 1928. Foreldrar: Kristján Magnússon (fæddur 7. desember 1824, dáinn 10. október 1898) húsmaður þar og kona hans Kristín Bjarnadóttir (fædd 26. apríl 1827, dáin. 23. mars 1885) húsmóðir. Maki (12. nóvember 1887): Dómhildur Jóhannesdóttir (fædd 25. júlí 1863, dáin 14. mars 1946) húsmóðir. Foreldrar: Jóhannes Jónsson og kona hans Jóhanna Jóhannesdóttir. Börn: Kristín Vilhelmína (1888), Jóhann Kristján (1891), Kristín (1893), Jóhanna Kristín (1894), Friðrik (1896), Friðrik (1903).

Nam beykisiðn á Akureyri og í Kaupmannahöfn 1878–1882, lauk prófi í Kaupmannahöfn.

Vann að verslunarstörfum á Akureyri 1882–1893, setti þá sjálfur á fót verslun og sjávarútgerð þar og rak til 1917, jafnframt afgreiðslumaður Eimskipafélagsins 1914–1920. Skipaður 1913 yfirfiskmatsmaður á Akureyri. Forstjóri Landsverslunarinnar 1918–1927. Rak jafnframt útgerð í Reykjavík frá 1924. Skipaður 28. ágúst 1927 fjármálaráðherra og gegndi því starfi til æviloka, 8. desember 1928.

Sat í bæjarstjórn Akureyrar 1902–1905, 1908–1911 og 1913–1918. Formaður miðstjórnar Framsóknarflokksins frá 1926. Átti sæti í bankaráði Íslandsbanka frá 1927.

Alþingismaður Akureyrar 1905–1908 og 1913–1923, landskjörinn alþingismaður 1926–1928 (Heimastjórnarflokkurinn, Sambandsflokkurinn, Heimastjórnarflokkurinn, Framsóknarflokkur).

Fjármálaráherra 1927–1928.

Forseti sameinaðs þings 1922 og 1923. 2. varaforseti efri deildar 1917.

Æviágripi síðast breytt 26. febrúar 2016.

Áskriftir