Margrét Tryggvadóttir

Margrét Tryggvadóttir

Þingseta

Alþingismaður Suðurkjördæmis 2009–2013 (Borgarahreyfingin, Hreyfingin).

Varaþingmaður Suðvesturkjördæmis nóvember 2018 og október 2019 (Samfylkingin).

Formaður þingflokks Hreyfingarinnar 2010–2011 og 2012–2013.

Æviágrip

Fædd í Kópavogi 20. maí 1972. Foreldrar: Tryggvi Páll Friðriksson (fæddur 13. mars 1945) framkvæmdastjóri og listmunasali og Elínbjört Jónsdóttir (fædd 3. janúar 1947) vefnaðarkennari og listmunasali. Maki: Jóhann Ágúst Hansen (fæddur 10. apríl 1969) viðskiptafræðingur og listmunasali. Foreldrar: Hans Jakob Hansen og Elínbjörg Kristjánsdóttir. Synir: Hans Alexander (1993), Elmar Tryggvi (1997).

Stúdentspróf VÍ 1992. BA-próf í almennri bókmenntafræði HÍ 1997.

Stundaði verslunar- og gallerísrekstur 1992–2008. Bókmenntagagnrýnandi á DV 1996–1999. Sjálfstætt starfandi fræðimaður á sviði barnabóka og barnamenningar frá 1997. Stundakennari hjá Námsflokkum Reykjavíkur, Endurmenntun KHÍ og víðar 1997–2000. Ritstjóri hjá Máli og menningu og síðar Eddu – útgáfu 2000–2003. Sjálfstætt starfandi myndritstjóri, þýðandi og textahöfundur 2003–2009. Barnabókahöfundur. Formaður Hreyfingarinnar 2009–2010.

Í stjórn CISV á Íslandi 2003–2009.

Alþingismaður Suðurkjördæmis 2009–2013 (Borgarahreyfingin, Hreyfingin).

Varaþingmaður Suðvesturkjördæmis nóvember 2018 og október 2019 (Samfylkingin).

Formaður þingflokks Hreyfingarinnar 2010–2011 og 2012–2013.

Iðnaðarnefnd 2009–2011, kjörbréfanefnd 2009–2011, menntamálanefnd 2009–2011, viðskiptanefnd 2009–2011, saksóknarnefnd 2010–2012, stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd 2011–2013.

Æviágripi síðast breytt 10. október 2019.

Áskriftir