Pétur Þórðarson

Pétur Þórðarson

Þingseta

Alþingismaður Mýramanna 1916–1927 (Sjálfstæðisflokkurinn þversum, Sparnaðarbandalagið, Framsóknarflokkur).

Minningarorð

Æviágrip

Fæddur í Fornaseli á Mýrum 16. febrúar 1864, dáinn 25. apríl 1945. Foreldrar: Þórður Benediktsson (fæddur 3. október 1827, dáinn 19. mars 1884) bóndi þar og kona hans Ingigerður Þorbergsdóttir (fædd 11. apríl 1834, dáin 9. apríl 1872) húsmóðir. Maki (22. október 1888): Salóme Sigríður Jónatansdóttir (fædd 30. maí 1865, dáin 11. ágúst 1944) húsmóðir. Foreldrar: Jónatan Salómonsson og kona hans Halldóra Guðmundsdóttir.

Lærði söðlasmíði.

Vinnumaður og lausamaður 1879–1890. Bóndi í Leirulækjarseli á Mýrum 1890–1892, ráðsmaður á Ánabrekku 1892–1893, húsmaður í Hjörsey 1893–1894, bóndi þar 1894–1942. Fluttist til Borgarness 1944.

Í hreppsnefnd 1894–1938, oddviti um skeið. Hreppstjóri 1897–1942. Sýslunefndarmaður 1903–1923. Yfirskoðunarmaður ríkisreikninganna 1926–1930. Endurskoðandi Búnaðarbankans 1932–1934.

Alþingismaður Mýramanna 1916–1927 (Sjálfstæðisflokkurinn þversum, Sparnaðarbandalagið, Framsóknarflokkur).

Æviágripi síðast breytt 20. apríl 2020.

Áskriftir