Ragnar Arnalds

Ragnar Arnalds

Þingseta

Landskjörinn alþingismaður (Norðurlands vestra) 1963–1967, alþingismaður Norðurlands vestra 1971–1999 (Alþýðubandalagið, Samfylkingin).

Landskjörinn varaþingmaður (Norðurlands vestra). janúar–febrúar og nóvember–desember 1968 og maí 1969 (Alþýðubandalagið).

Menntamála- og samgönguráðherra 1978–1979, fjármálaráðherra 1980–1983.

1. varaforseti Alþingis 1995–1999.

Formaður þingflokks Alþýðubandalagsins 1971–1975, 1979–1980, 1983–1987 og 1992–1995.

Minningarorð
Raddsýnishorn

Æviágrip

Fæddur í Reykjavík 8. júlí 1938, dáinn 15. september 2022. Foreldrar: Sigurður Arnalds (fæddur 15. mars 1909, dáinn 10. júlí 1998) útgefandi og stórkaupmaður, sonur Ara Arnalds alþingismanns, og kona hans Guðrún Jónsdóttir Laxdal (fædd 1. mars 1914, dáin 7. september 2006) kaupkona. Maki (30. ágúst 1963): Hallveig Thorlacius (fædd 30. ágúst 1939) brúðuleikari. Foreldrar: Sigurður Thorlacius, sonur Ólafs Thorlaciusar alþingismanns, og kona hans Áslaug Kristjánsdóttir Thorlacius, bróðurdóttir Jónasar Jónssonar frá Hriflu alþingismanns og ráðherra. Dætur: Guðrún (1964), Helga (1967).

Stúdentspróf MR 1958. Nám í bókmenntum og heimspeki við sænska háskóla 1959–1961. Lögfræðipróf HÍ 1968. Hdl. 1968.

Kennari við Gagnfræðaskólann í Flensborg í Hafnarfirði 1958–1959. Settur kennari við Gagnfræðaskóla Vesturbæjar í Reykjavík 1967–1969 og við Gagnfræðaskólann við Laugalæk 1969–1970. Settur skólastjóri við barna- og unglingaskólann í Varmahlíð í Skagafirði 1970–1972. Skipaður 1. september 1978 menntamála- og samgönguráðherra, lausn 12. október 1979, en gegndi störfum til 15. október. Skipaður 8. febrúar 1980 fjármálaráðherra, lausn 28. apríl 1983, en gegndi störfum til 26. maí.

Kosinn 1966 í nefnd til þess að athuga um lækkun kosningaaldurs. Formaður Alþýðubandalagsins 1968–1977. Skipaður 1971 í nefnd til að fjalla um vandamál niðursuðuiðnaðarins, formaður nefndarinnar. Í stjórn Framkvæmdasjóðs 1969–1971. Sat þing Alþjóðaþingmannasambandsins 1971, 1984 og 1985. Í stjórn Framkvæmdastofnunar ríkisins 1972–1978, formaður 1972–1974. Í stjórnarskrárnefnd 1972–1995. Skipaður í Kröflunefnd 1974. Í stjórn Byggðastofnunar 1988–1995. Sat á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 1968, 1983 og 1986. Varafulltrúi Íslands á þingi Evrópuráðsins 1986–1995. Formaður nefndar er samdi lagafrumvarp um listamannalaun og formaður nefndar er samdi lagafrumvarp um listaháskóla. Formaður byggingarnefndar bóknámshúss Fjölbrautaskólans á Norðurlandi vestra frá 1989. Í Vestnorræna þingmannaráðinu 1990–1991. Formaður stjórnar Kvikmyndasjóðs Íslands 1991–1993. Formaður Félags fyrrverandi alþingismanna 2003–2010. Í bankaráði Seðlabanka Íslands síðan 1998. Í landsdómi 1999–2005.

Landskjörinn alþingismaður (Norðurlands vestra) 1963–1967, alþingismaður Norðurlands vestra 1971–1999 (Alþýðubandalagið, Samfylkingin).

Landskjörinn varaþingmaður (Norðurlands vestra). janúar–febrúar og nóvember–desember 1968 og maí 1969 (Alþýðubandalagið).

Menntamála- og samgönguráðherra 1978–1979, fjármálaráðherra 1980–1983.

1. varaforseti Alþingis 1995–1999.

Formaður þingflokks Alþýðubandalagsins 1971–1975, 1979–1980, 1983–1987 og 1992–1995.

Hefur samið nokkur leikrit, m. a. Uppreisn á Ísafirði (Þjóðleikhúsið 1986). Sveitasinfónía (Leikfélag Reykjavíkur 1988).

Ritstjóri: Frjáls þjóð (1960), Dagfari (1961–1962 og 1964). Ný útsýn (1969).

Æviágripi síðast breytt 19. september 2022.

Áskriftir