Rannveig Guðmundsdóttir

Rannveig Guðmundsdóttir

Þingseta

Alþingismaður Reyknesinga 1989–2003 (Alþýðuflokkur, þingflokkur jafnaðarmanna, Samfylkingin), alþingismaður Suðvesturkjördæmis 2003–2007 (Samfylkingin).

Varaþingmaður Reyknesinga apríl 1988 (Alþýðuflokkur).

Félagsmálaráðherra 1994–1995.

1. varaforseti Alþingis 2005–2007.

Formaður þingflokks Alþýðuflokksins 1993–1994 og 1995–1996, formaður þingflokks jafnaðarmanna 1996–1999 og formaður þingflokks Samfylkingarinnar 1999–2001.

Raddsýnishorn

Æviágrip

Fædd á Ísafirði 15. september 1940. Foreldrar: Guðmundur Kristján Guðmundsson (fæddur 15. ágúst 1897, dáinn 12. janúar 1961) skipstjóri þar og kona hans Sigurjóna Guðmundína Jónasdóttir (fædd 14. janúar 1903, dáin 9. september 1954) húsmóðir. Maki (25. september 1960): Sverrir Jónsson (fæddur 9. júlí 1939) tæknifræðingur. Foreldrar: Jón H. Guðmundsson og kona hans Sigríður Jóhannesdóttir. Börn: Sigurjóna (1959), Eyjólfur Orri (1965), Jón Einar (1976).

Landspróf frá Gagnfræðaskóla Ísafjarðar 1956. Námskeið í tölvufræðum í Ósló og Reykjavík 1970–1972.

Starfsmaður Pósts og síma á Ísafirði 1956–1962. Skrifstofu- og verslunarstörf 1962–1963 og 1967–1968. Starfsmaður tölvudeildar Loftleiða 1972–1976. Aðstoðarmaður félagsmálaráðherra 1988–1989. Skipuð félagsmálaráðherra 12. nóvember 1994, lausn 18. apríl 1995, en gegndi störfum til 23. apríl.

Í bæjarstjórn Kópavogs 1978–1988, forseti bæjarstjórnar 1980–1981, 1982–1983 og 1986–1987. Formaður bæjarráðs Kópavogs 1987–1988. Í félagsmálaráði Kópavogs 1978–1986, formaður 1982–1986. Formaður stjórnar Örva, verndaðs vinnustaðar, 1982–1986. Í stjórn launanefndar sveitarfélaga 1986–1988. Í stjórn Sparisjóðs Kópavogs 1981–1983, 1984–1985 og 1986–1988. Formaður húsnæðismálastjórnar 1987–1989. Í flokksstjórn Alþýðuflokksins síðan 1978, varaformaður 1993–1994. Sat á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 1989 og 1996. Í sóknarnefnd Digraneskirkju frá 1997. Í stjórn Norræna menningarmálasjóðsins frá 1999. Forseti Norðurlandaráðs síðan 2004.

Alþingismaður Reyknesinga 1989–2003 (Alþýðuflokkur, þingflokkur jafnaðarmanna, Samfylkingin), alþingismaður Suðvesturkjördæmis 2003–2007 (Samfylkingin).

Varaþingmaður Reyknesinga apríl 1988 (Alþýðuflokkur).

Félagsmálaráðherra 1994–1995.

1. varaforseti Alþingis 2005–2007.

Formaður þingflokks Alþýðuflokksins 1993–1994 og 1995–1996, formaður þingflokks jafnaðarmanna 1996–1999 og formaður þingflokks Samfylkingarinnar 1999–2001.

Utanríkismálanefnd 1991–1995 (varaformaður 1991–1993) og 2001–2005, menntamálanefnd 1991–1993, félagsmálanefnd 1991–1999 (formaður 1991–1994), efnahags- og viðskiptanefnd 1991–1995, iðnaðarnefnd 1999–2000, umhverfisnefnd 2003–2007.

Íslandsdeild Vestnorræna ráðsins 1991–1992 og 1995–1999, Íslandsdeild Norðurlandaráðs 1991–1994, 1997–1999 og 2001–2007.

Æviágripi síðast breytt 18. mars 2020.

Upplýsingar um nefndarstörf ná aftur til ársins 1991 (115. löggjafarþing). Sjá annars nefndasetur

Áskriftir