Sigurður Gunnarsson

Sigurður Gunnarsson

Þingseta

Alþingismaður Suður-Múlasýslu 1890–1900, alþingismaður Snæfellinga 1908–1911 og 1914–1915 (Sjálfstæðisflokkurinn eldri).

Varaforseti sameinaðs þings 1895, 1909–1911, 1914–1915, varaforseti neðri deildar 1897, 2. varaforseti neðri deildar 1909.

Minningarorð

Æviágrip

Fæddur á Desjarmýri í Borgarfirði eystra 25. maí 1848, dáinn 7. janúar 1936. Foreldrar: Gunnar Gunnarsson (fæddur 21. nóvember 1819, dáinn 30. ágúst 1898) síðar bóndi á Brekku, bróðir Sigurðar Gunnarssonar alþingismanns á Hallormsstað, og kona hans Guðrún Hallgrímsdóttir (fædd 14. júní 1826, dáin 18. ágúst 1887) húsmóðir. Maki (3. september 1873): Soffía Emilía Einarsdóttir (fædd 12. október 1841, dáin 27. mars 1902) húsmóðir. Foreldrar: Einar Sæmundsson og kona hans Guðrún Ólafsdóttir. Börn: Sigríður María (1874), Sigurður (1875), Guðrún (1878), Bergljót (1879), Sigríður María (1885).

Stúdentspróf Lsk. 1870. Guðfræðipróf Prestaskólanum 1873. Dvaldist eftir það um skeið í Englandi.

Stundakennari við barnaskólann í Reykjavík 1873–1876. Skólastjóri barnaskólans á Ísafirði 1876–1879. Fékk 1878 Ás í Fellum, en fluttist ekki austur fyrr en vorið 1879. Valþjófsstaður var sameinaður Ási 1883 og fluttist hann þangað um fardaga 1884. Fékk 1894 Helgafell, sat þá í Stykkishólmi, lausn 1916. Prófastur í Norður-Múlaprófastsdæmi 1888–1894, Snæfellsnesprófastsdæmi 1895–1916. Fluttist til Reykjavíkur haustið 1916 og dvaldist þar til æviloka. Prófdómari við Kennaraskólann frá 1927 til æviloka.

Sat í bankaráði Íslandsbanka 1918–1920. Gæslustjóri Söfnunarsjóðs 1928–1931. Glímdi Konungsglímuna á Þingvöllum 1874.

Alþingismaður Suður-Múlasýslu 1890–1900, alþingismaður Snæfellinga 1908–1911 og 1914–1915 (Sjálfstæðisflokkurinn eldri).

Varaforseti sameinaðs þings 1895, 1909–1911, 1914–1915, varaforseti neðri deildar 1897, 2. varaforseti neðri deildar 1909.

Æviágripi síðast breytt 22. apríl 2020.

Áskriftir