Sigurður Gunnarsson

Þingseta
Alþingismaður Suður-Múlasýslu 1890–1900, alþingismaður Snæfellinga 1908–1911 og 1914–1915 (Sjálfstæðisflokkurinn eldri).
Varaforseti sameinaðs þings 1895, 1909–1911, 1914–1915, varaforseti neðri deildar 1897, 2. varaforseti neðri deildar 1909.
Þingstörf
Æviágrip
Fæddur á Desjarmýri í Borgarfirði eystra 25. maí 1848, dáinn 7. janúar 1936. Foreldrar: Gunnar Gunnarsson (fæddur 21. nóvember 1819, dáinn 30. ágúst 1898) síðar bóndi á Brekku, bróðir Sigurðar Gunnarssonar alþingismanns á Hallormsstað, og kona hans Guðrún Hallgrímsdóttir (fædd 14. júní 1826, dáin 18. ágúst 1887) húsmóðir. Maki (3. september 1873): Soffía Emilía Einarsdóttir (fædd 12. október 1841, dáin 27. mars 1902) húsmóðir. Foreldrar: Einar Sæmundsson og kona hans Guðrún Ólafsdóttir. Börn: Sigríður María (1874), Sigurður (1875), Guðrún (1878), Bergljót (1879), Sigríður María (1885).
Stúdentspróf Lsk. 1870. Guðfræðipróf Prestaskólanum 1873. Dvaldist eftir það um skeið í Englandi.
Stundakennari við barnaskólann í Reykjavík 1873–1876. Skólastjóri barnaskólans á Ísafirði 1876–1879. Fékk 1878 Ás í Fellum, en fluttist ekki austur fyrr en vorið 1879. Valþjófsstaður var sameinaður Ási 1883 og fluttist hann þangað um fardaga 1884. Fékk 1894 Helgafell, sat þá í Stykkishólmi, lausn 1916. Prófastur í Norður-Múlaprófastsdæmi 1888–1894, Snæfellsnesprófastsdæmi 1895–1916. Fluttist til Reykjavíkur haustið 1916 og dvaldist þar til æviloka. Prófdómari við Kennaraskólann frá 1927 til æviloka.
Sat í bankaráði Íslandsbanka 1918–1920. Gæslustjóri Söfnunarsjóðs 1928–1931. Glímdi Konungsglímuna á Þingvöllum 1874.
Alþingismaður Suður-Múlasýslu 1890–1900, alþingismaður Snæfellinga 1908–1911 og 1914–1915 (Sjálfstæðisflokkurinn eldri).
Varaforseti sameinaðs þings 1895, 1909–1911, 1914–1915, varaforseti neðri deildar 1897, 2. varaforseti neðri deildar 1909.
Æviágripi síðast breytt 22. apríl 2020.