Sigurjón Þ. Jónsson

Þingseta
Alþingismaður Ísafjarðar 1923–1927 (Borgaraflokkurinn eldri, Íhaldsflokkurinn).
2. varaforseti neðri deildar 1926–1927.
Þingstörf
Æviágrip
Fæddur í Efra-Lýtingsstaðakoti í Tungusveit í Skagafirði 27. júní 1878, dáinn 24. júlí 1958. Foreldrar: Jón Jónsson (fæddur 14. september 1845, dáinn 12. ágúst 1926) bóndi þar og kona hans Björg Pétursdóttir (fædd 18. janúar 1848, dáin 6. janúar 1923) húsmóðir. Maki (30. júlí 1910): Kristín Þorvaldsdóttir (fædd 13. apríl 1886, dáin 19. júní 1971) húsmóðir. Foreldrar: Þorvaldur Jónsson og kona hans Þórdís Jensdóttir, dóttir Jens Sigurðssonar þjóðfundarmanns. Kjördætur: Ólöf (1916), Þórdís (1920).
Stúdentspróf Lsk. 1901. Hóf verkfræðinám í Kaupmannahöfn, en hvarf frá því.
Kennari við gagnfræðaskólann í Flensborg 1905–1906 og við barna- og unglingaskólann á Ísafirði 1906–1910, skólastjóri 1910–1915. Rak útgerð á Ísafirði 1915–1917 og aftur 1920–1926. Hafnargjaldkeri í Reykjavík 1918–1920. Bankastjóri við útibú Landsbankans á Ísafirði 1926–1937. Fluttist á Seltjarnarnes 1938. Trúnaðarmaður hjá hf. Kol & Salt í Reykjavík 1938–1940. Endurskoðandi Eimskipafélags Íslands eftir 1940.
Bæjarfulltrúi á Ísafirði 1916–1917, 1922–1925 og 1934–1937. Í dómnefnd um kaupgjalds- og verðlagsmál, skilanefnd síldveiðiskipa og í Félagsdómi. Oddviti Seltjarnarneshrepps 1938–1946.
Alþingismaður Ísafjarðar 1923–1927 (Borgaraflokkurinn eldri, Íhaldsflokkurinn).
2. varaforseti neðri deildar 1926–1927.
Æviágripi síðast breytt 21. apríl 2020.