Sigurvin Einarsson

Sigurvin Einarsson

Þingseta

Alþingismaður Barðstrendinga 1956–1959, alþingismaður Vestfirðinga 1959–1971 (Framsóknarflokkur).

Minningarorð
Raddsýnishorn

Æviágrip

Fæddur í Stakkadal á Rauðasandi 30. október 1899, dáinn 23. mars 1989. Foreldrar: Einar Sigfreðsson (fæddur 30. september 1862, dáinn 3. júní 1925) bóndi þar, föðurbróðir Kristins Guðmundssonar varaþingmanns og ráðherra, og kona hans Elín Ólafsdóttir (fædd 11. desember 1857, dáin 16. september 1949) húsmóðir. Maki (27. september 1923): Jörína Guðríður Jónsdóttir (fædd 30. september 1900, dáin 4. september 2001) kennari. Foreldrar: Jón Stefánsson og kona hans Sigríður Ingimundardóttir. Börn: Rafn (1924), Einar (1927), Sigurður Jón (1931), Ólafur (1935), Elín (1937), Björg Steinunn (1939), Kolfinna (1944).

Samvinnuskólapróf 1919. Kennarapróf KÍ 1923. Framhaldsnám í Danmörku (Askov), Svíþjóð og Finnlandi 1936.

Skólastjóri barnaskólans í Ólafsvík 1923–1932. Kennari við Miðbæjarbarnaskólann í Reykjavík 1932–1943. Bókari og gjaldkeri Dósaverksmiðjunnar hf. í Reykjavík 1937–1946, framkvæmdastjóri hennar 1946–1963. Bóndi í Saurbæ á Rauðasandi 1947–1952.

Oddviti hreppsnefndar Ólafsvíkurhrepps 1931–1932. Í eftirlitsráði með opinberum rekstri (I. fl.) 1935–1940. Kosinn 1937 í rannsóknarnefnd verkefna fyrir unga menn. Formaður stjórnar Vinnumiðlunarskrifstofu ríkisins 1939–1943. Skipaður 1943 í milliþinganefnd í launamálum. Í stjórn Fiskimálasjóðs 1954–1971, formaður 1957–1960, og í milliþinganefnd um ríkisútgjöld 1958–1960, formaður. Átti sæti í kjararannsóknarnefnd 1963–1973. Kosinn 1964 í áfengismálanefnd og í námsstyrkjanefnd 1972.

Alþingismaður Barðstrendinga 1956–1959, alþingismaður Vestfirðinga 1959–1971 (Framsóknarflokkur).

Æviágripi síðast breytt 24. ágúst 2020.

Áskriftir