Sigurður Stefánsson

Sigurður Stefánsson

Þingseta

Alþingismaður Ísfirðinga 1886–1900 og 1902, alþingismaður Ísafjarðar 1904–1915, alþingismaður Norður-Ísfirðinga 1917–1923 (Framfaraflokkurinn, Framsóknarflokkurinn eldri, Þjóðræðisflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn eldri, utan flokka, Sambandsflokkurinn, Heimastjórnarflokkurinn, Utanflokkabandalagið, Sparnaðarbandalagið).

2. varaforseti efri deildar 1909, varaforseti sameinaðs þings 1913, 1. varaforseti neðri deildar 1921.

Æviágrip

Fæddur á Ríp í Hegranesi 30. ágúst 1854, dáinn 21. apríl 1924. Foreldrar: Stefán Stefánsson (fæddur 13. ágúst 1828, dáinn 10. maí 1910) síðar bóndi á Heiði í Gönguskörðum og kona hans Guðrún Sigurðardóttir (fædd 2. september 1831, dáin 20. febrúar 1903) húsmóðir. Bróðir Stefáns Stefánssonar alþingismanns og skólameistara og afi Sigurðar Bjarnasonar alþingismanns og Sigurlaugar Bjarnadóttur alþingismanns. Maki (6. júní 1884): Þórunn Bjarnadóttir (fædd 15. júní 1855, dáin 22. maí 1936) húsmóðir. Foreldrar: Bjarni Brynjólfsson og kona hans Helga Ólafsdóttir Stephensen. Börn: Sigurður (1887), Bjarni (1889), Stefán (1893), Margrét (1896).

Stúdentspróf Lsk. 1879. Guðfræðipróf Prestaskólanum 1881.

Prestur í Ögurþingum frá 1881 til æviloka. Kosinn dómkirkjuprestur í Reykjavík 1889, en baðst undan því. Bjó í Vigur.

Sýslunefndarmaður í Norður-Ísafjarðarsýslu 1884–1919. Formaður Búnaðarsambands Vestfjarða 1907–1919.

Alþingismaður Ísfirðinga 1886–1900 og 1902, alþingismaður Ísafjarðar 1904–1915, alþingismaður Norður-Ísfirðinga 1917–1923 (Framfaraflokkurinn, Framsóknarflokkurinn eldri, Þjóðræðisflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn eldri, utan flokka, Sambandsflokkurinn, Heimastjórnarflokkurinn, Utanflokkabandalagið, Sparnaðarbandalagið).

2. varaforseti efri deildar 1909, varaforseti sameinaðs þings 1913, 1. varaforseti neðri deildar 1921.

Æviágripi síðast breytt 21. mars 2016.

Áskriftir