Silja Dögg Gunnarsdóttir

Silja Dögg Gunnarsdóttir

Þingseta

Alþingismaður Suðurkjördæmis 2013–2021 (Framsóknarflokkur).

2. varaforseti Alþingis 2013–2015.

Æviágrip

Fædd í Reykjavík 16. desember 1973. Foreldrar: Gunnar Örn Guðmundsson (fæddur 29. apríl 1945) skipasmiður og Ásdís Friðriksdóttir (fædd 23. desember 1949) tannsmiður. Maki: Þröstur Sigmundsson (fæddur 16. september 1972) vélfræðingur. Foreldrar: Sigmundur Friðriksson og Ingibjörg Sveinsdóttir. Börn: Ástrós Ylfa (2006), Sigmundur Þengill (2009). Stjúpdóttir, dóttir Þrastar: Sóley (1996).

Stúdentspróf MA 1993. BA-próf í sagnfræði HÍ 2001. Skiptinám við Karl-Franzens-Universität í Graz, Austurríki, í sagnfræði og þýskum bókmenntum. Meistarapróf í alþjóðaviðskiptum (MIB) frá Háskólanum á Bifröst 2017.

Lögreglumaður í Keflavík sumrin 1995, 1996 og 1998. Skrifta á fréttastofu RÚV 1997–1998. Leiðbeinandi við Njarðvíkurskóla 1998–1999. Blaðamaður og fréttastjóri Víkurfrétta 1999–2001. Blaðamaður hjá Fróða (Vikan og Hús og híbýli) 2001–2003. Ritstjóri Suðurfrétta 2003. Framkvæmdastjóri Hraunlistar 2003–2005. Starfaði í móttöku Flughótels 2004–2005. Skjalastjóri og aðstoðarmaður framkvæmdastjórnar HS Orku 2008–2013.

Í stjórn Félags ungra Framsóknarmanna í Reykjanesbæ 1998–2001. Í stjórn Landssambands Framsóknarkvenna og í miðstjórn Framsóknarflokksins frá 2010. Í stjórn Framsóknarfélags Reykjanesbæjar 2010–2013. Í atvinnu- og hafnaráði Reykjanesbæjar frá 2010. Í þróunarsamvinnunefnd síðan 2016 og þjóðaröryggisráði síðan 2018.

Alþingismaður Suðurkjördæmis 2013–2021 (Framsóknarflokkur).

2. varaforseti Alþingis 2013–2015.

Kjörbréfanefnd 2013 og 2016, utanríkismálanefnd 2013–2016 og 2017–2021, þingskapanefnd 2013–2016, velferðarnefnd 2015–2016, fjárlaganefnd 2016–2017, efnahags- og viðskiptanefnd 2017–2020, allsherjar- og menntamálanefnd 2020–2021.

Þingmannanefnd Íslands og ESB 2013–2016 og 2018–2021, Íslandsdeild Norðurlandaráðs 2016 og 2017–2021 (formaður 2017–2021).

Æviágripi síðast breytt 1. febrúar 2022.

Áskriftir