Áki Jakobsson

Áki Jakobsson

Þingseta

Landskjörinn alþingismaður (Siglfirðinga) 1942, alþingismaður Siglfirðinga 1942–1953 (Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkur) og 1956–1959 (Alþýðuflokkur).

Sjávarútvegsmálaráðherra 1944–1947.

2. varaforseti neðri deildar 1956–1959.

Minningarorð
Raddsýnishorn

Æviágrip

Fæddur á Húsavík 1. júlí 1911, dáinn 11. september 1975. Foreldrar: Jón Ármann Jakobsson (fæddur 23. apríl 1866, dáinn 1. október 1939) kaupmaður á Húsavík og kona hans Valgerður Pétursdóttir (fædd 4. desember 1874, dáin 9. mars 1962) húsmóðir. Föðurbróðir Guðrúnar Hallgrímsdóttur varaþingmanns. Maki (5. október 1935): Helga Guðmundsdóttir (fædd 16. apríl 1910, dáin 22. mars 1990) húsmóðir. Foreldrar: Guðmundur Jörundsson og kona hans Sigríður Sigurðardóttir. Systir Þórodds Guðmundssonar alþingismanns (varaþingmanns). Börn: Guðmundur Hjörtur (1937), Jón Ármann (1940), Valgerður (1942), Jörundur (1946), Jón Börkur (1949), Margrét (1950).

Stúdentspróf MR 1931. Lögfræðipróf HÍ 1937. Hdl. 1944. Hrl. 1957.

Bæjarstjóri á Siglufirði 1938–1942. Fluttist þá til Reykjavíkur og rak þar málaflutningsskrifstofu. Skipaður 21. október 1944 sjávarútvegsmálaráðherra, fór einnig með flugmál, lausn 10. október 1946, en gegndi störfum til 4. febrúar 1947.

Í milliþinganefnd í stjórnarskrármálinu 1942. Í nefnd til að semja frumvarp um ræktunarlönd og byggingarlóðir í kaupstöðum og kauptúnum, í milliþinganefnd í skattamálum og í milliþinganefnd í sjávarútvegsmálum 1943. Í stjórn byggingarsjóðs 1950–1953 og í síldarútvegsnefnd 1944–1946. Formaður blaðstjórnar Alþýðublaðsins 1959–1962.

Landskjörinn alþingismaður (Siglfirðinga) 1942, alþingismaður Siglfirðinga 1942–1953 (Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkur) og 1956–1959 (Alþýðuflokkur).

Sjávarútvegsmálaráðherra 1944–1947.

2. varaforseti neðri deildar 1956–1959.

Ritstjóri: Rauði fáninn (1930–1933). Lögrétta. Málgagn Óháða lýðræðisflokksins (1967).

Æviágripi síðast breytt 20. september 2019.

Áskriftir