Ásthildur Lóa Þórsdóttir

Ásthildur Lóa Þórsdóttir
  • Embætti: Varaformaður þingflokks
  • 3. varaforseti
  • Kjördæmi: Suðurkjördæmi
  • Þingflokkur: Flokkur fólksins

Þingseta

Alþingismaður Suðurkjördæmis síðan 2021 (Flokkur fólksins).

3. varaforseti Alþingis síðan 2021.

Æviágrip

Fædd í Reykjavík 20. nóvember 1966. Foreldrar: Þór Símon Ragnarsson (fæddur 15. október 1939) bankaútibússtjóri og Guðný Sigríður Friðsteinsdóttir (fædd 27. desember 1940, dáin 12. mars 1980) flugfreyja og ritari. Maki: Hafþór Ólafsson (fæddur 28. janúar 1964) söluráðgjafi. Foreldrar: Ólafur Gunnarsson og Guðlaug Erla Jónsdóttir. Börn: Þór Símon (1990) og Bjarki Páll (1996).

Stúdentspróf frá Kvennaskólanum 1986. Nám í ensku HÍ 1989–1990. BEd-próf frá Kennaraháskóla Íslands 1994. Diplóma í verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun hjá Nordica Consulting Group við Endurmenntun HÍ 2016. D-stig IPMA-vottunar verkefnastjóra hjá Verkefnastjórnunarfélagi Íslands.

Kennari við Árbæjarskóla 1994–1995 og Ölduselsskóla 1995–1996. Starfsmaður hjá Tölvu- og verkfræðiþjónustunni 1999–2001. Kennari við Selásskóla 2003–2005. Starfsmaður hjá Apex 2005–2006. Sölufulltrúi hjá H. Jacobsen 2005–2008. Kennari við Barnaskóla Hjallastefnunnar 2008–2009 og Flataskóla 2010–2011. Starfsmaður hjá Ölgerðinni Agli Skallagrímssyni 2009–2010. Kennari við Árbæjarskóla 2011–2017, Öldutúnsskóla 2017–2019 og Árbæjarskóla 2019–2021.

Formaður Hagsmunasamtaka heimilanna 2017–. Í stjórn og samninganefnd Félags grunnskólakennara 2018–2021.

Alþingismaður Suðurkjördæmis síðan 2021 (Flokkur fólksins).

3. varaforseti Alþingis síðan 2021.

Efnahags- og viðskiptanefnd 2021–, stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd 2021–.



Íslandsdeild Vestnorræna ráðsins 2021–2022.

Æviágripi síðast breytt 24. febrúar 2022.

Áskriftir